Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 109
Umsagnir um bœkur mjólka kýr (6). Auðvitað gæti það hafa gerst, en það er engu að síður villandi að láta það gerast í námsbók sem á að birta þjóðfélagsmynd. Sama á við um það þegar Haukur lætur kaupskip koma á Patreksfjörð í aprílmánuði (7), og fleira smálegt mætti líklega tína til. I Landnámi Islands er eðlilega ýmsu haldið fram fortakslaust sem sérfræðing- ar mundu draga í efa, enda margt óvíst frá þessu skeiði sögunnar. Mér finnst hvað verst að sagt skuli vera frá stofnun Alþingis eins og heimssögulegri nýjung „þar sem á þessum tíma var hvergi að finna þing fyrir heil þjóðlönd.“ (Kennsluleiðbeiningar, 47.) Varla eru rök til að kalla ísland þjóðland um 930; það var ekki annað en ein af nokkrum norskum nýbyggðum, og þær munu jafnan hafa komið sér upp þingum. En ég verð að viðurkenna að það þarf ekki að fara lengra en í Sögu íslands I, gefna út 1974, til að finna fyrirmynd að stað- hæfingu höfunda. Lýður Björnsson leysir verkefni rangt þegar hann segir í Kennsluleiðbeining- um (13); Alþingi [les. Þjóðfundur] vill að sam- band íslands og Danmerkur verði konungssamband og konungur ráði ráðgjafa íslandsmála sem beri ábyrgð fyrir Alþingi. Þetta er í raun krafa um þingbundna konungsstjórn en samkvæmt því stjórnarformi skal konungur fela þeim stjórnmálaflokki stjórnarforystu sem hefur að baki meirihluta á Alþingi. Það virðist a. m. k. felast í kröfunni um ábyrgð ráðgjafa fyrir Alþingi að hann verði að láta af embætti ef Alþingi sam- þykki vantraust á hann. Hér er þrennu slegið saman: 1. þingbundinni konungsstjórn sem þarf ekki að felast í öðru en því að þing eigi þátt í löggjöf með konungi; 2. ráðherra- ábyrgð, að þing geti kært ráðherra fyrir einhverri ákveðinni stofnun fyrir emb- ættisafglöp; 3. þingræði, að þjóðhöfð- ingi feli þeim stjórnmálaflokki stjórnarforystu sem hefur meirihluta á þingi og að ráðherra víki fyrir van- traustsyfirlýsingu þings. Saga Dana er dæmi um að þetta þrennt sé ekki eitt og það sama. Þar komst á þingbundin kon- ungsstjórn með ráðherraábyrgð 1849 en þingræði ekki fyrr en 1901. í beinu framhaldi af því sem tekið er upp úr Kennsluleiðbeiningum Lýðs hér á undan er önnur missögn: Forseti íslands er handhafi dóms-, framkvæmda- og löggjafarvalds. í fjarveru hans telst forseti hæstaréttar handhafi dómsvalds, forsætisráð- herra handhafi framkvæmdavalds og forseti sameinaðs þings löggjafar- valds. A sama hátt og rétt er að fara rétt með staðreyndir finnst mér að námsefnishöf- undar ættu að gæta þess að hafa orð- réttar tilvitnanir í rit annarra orðréttar. Eg hef ekki rekist á verulegan misbrest á því í landnámsefninu, en í bókum Hauks Sigurðssonar og Lýðs Björns- sonar vantar mikið á að tilvitnanir séu réttar. Vel af stað farið Niðurstaða mín verður sú að allar þessar bækur séu mikil framför miðað við þær íslandssögubækur sem voru til handa börnum áður en skólarannsóknadeild tók til starfa. Námsefni Hauks þarf samt verulega endurskoðun og Lýðs alveg gagngera áður en það kemur í frambúð- arútgáfu. 459
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.