Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 19
Heimur tragedíunnar og tíöarandi nútímans inn er eina undankomuleiðin. Þessi viðurkenning á margræðni viðfangsefnisins er undirstaða tragedíunnar. Hún játar ávallt hinu margræða og því játar hún einnig þjáningunni. IV Margir hafa bent á að tragedían virðist tengjast umbrotatímum, tímum hug- myndafræðilegra umskipta.11’ Gamalt hugmyndakerfi verður úrelt, en ný heimsmynd rís úr öskunni. Eins og sagt hefur verið einkennist tragedían af því að ekki finnast nein einhlít svör við þeim vanda sem hún lýsir og því má þykja auðskilið hvers vegna hún kemur fram á slíkum tímum: gömlu lausnirnar eru ekki lengur fullnægjandi og fólk hefur enn ekki tileinkað sér óbifandi trú á þeim nýju. Bæði sjónarmiðin þykja hafa nokkuð til síns máls, en hvorugt er þess megnugt að veita einhlít svör; bæði virðast þau hafa nokkuð gildi, en þó eru þau með öllu ósamrýmanleg. Þessi kenning byggir ekki síst á því að slíkar aðstæður virðast hafa verið fyrir hendi á blómaskeiði harmleikjanna á 6. — 5. öld fyrir Krist: gömlu trúarbrögðin voru að gleymast og Grikkir aðhylltust í æ ríkara mæli svokölluð húmanistísk viðhorf. Þannig var það einnig á 16. — 17. öld eftir Krist, á tíma Racine og Shakespeare, kristni miðaldanna þótti ekki lengur hafa viðhlítandi svör við öllu, fólk sneri sér að nýjum húmanisma og hóf nýöld. Þetta er auðvitað einföldun á sögunni, en þó má víða greina slíkar aðstæður í tragískum bókmenntum og því ber okkur að athuga þær nánar. Sem dæmi um notkun þessara hugmynda má nefna greiningu Hegels á Antígónu Sófóklesar.121 Hegel segir að í Antígónu birtist tvö ósamrýmanleg sjónarmið: annars vegar það sem byggir á fjölskyldunni og viðhaldi gamalla hefða, hins vegar nýtt sjónarmið þar sem leitast er við að láta hagsmuni ríkisins sitja í fyrirrúmi, jafnvel á kostnað fjölskyldunnar og viðtekinnar siðvenju. Því meinar Kreon, fulltrúi ríkisvalds- ins, Antígónu að grafa bróður sinn Pólyníses innan borgarmarkanna. Kreon byggir ákvörðun sína á hugmyndum um velferð ríkisins: bæði var það að Poly- níses hafði farið með hervaldi gegn borginni og hlaut því að teljast útlægur land- ráðamaður hvort heldur lífs eða liðinn, og svo hitt að Kreon skilur nauðsyn þess að hreinsa borgina af minningunni um glæp Ödipusar, föður Antígónu og Poly- nísesar. Gegnt þessari afstöðu stendur Antígóna sjálfsem hefur það eitt að marki að veita bróður sínum sæmilega greftrun, hvað sem hagsmunum ríkisins líður. Það er skylda hennar samkvæmt fornri venju. Tilraun Kreons til að hefja ákvörð- un sína upp yfir siðavenjur fjölskyldunnar rekst á viðleitni Antígónu til að við- halda þeim sömu venjum. Af árekstrinum sprettur tragedían. Barátta gamalla viðhorfa og nýrra var einnig meginviðfangsefni Matthíasar TMM II 281
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.