Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 87
J.M.G. Le Clézio
Ariane
Á bökkum þurra fljótsins er hverfið með leigublokkunum. Það er eigin-
lega heill bær, ein tíu háhýsi, stór björg úrgrárri steinsteypu sem standa
upprétt á malbikuðum völlum, mitt í landslagi þar sem skiptast á grýtt-
ar hæðir, akbrautir, brýr og rykugar steinvölurnar í árfarveginum, og
þar er líka líkbrennslan sem sendir frá sér rammþefjandi og þykkt
reykský sem svífur yfír dalnum. Hérermaðurlangtfrásjónum, langtfrá
borginni, jafnvel langt frá frelsinu, langt frá sjálfu andrúmsloftinu,
vegna reyksins frá brennslunni, og langt frá mönnunum, af því að þetta
hverfi er eins og yfirgefin borg. Ef til vill er þarna enginn í rauninni,
enginn í þessum stóru gráu blokkum með þúsundum ferkantaðra
glugga, enginn í stigagöngunum, í lyftunum, og enginn heldur á stóru
bílastæðunum þar sem bílarnir standa. Kannski gluggarnir séu negldir
aftur og dyrnar lokaðar, blindaðar og enginn komist út fyrir þessa veggi,
út úr íbúðunum, út úr kjallarageymslunum? En þau sem koma og fara
innan um þessa háu gráu múrveggi, karlar, konur, börn, hundar stund-
um, eru þau ekki líkust skuggalausum vofum, eins og ekki sé hægt að
grípa í þau, ekki hægt að finna þau, augu þeirra eru tóm, fjarræn í kulda-
legu umhverfinu, og þau geta aldrei hist, aldrei náð saman, eins og þau
eigi ekkert raunverulegt nafn.
Öðru hverju fer skuggi hjá, flóttalegur milli hvítra veggjanna. Stund-
um sést til himins, þrátt fyrir mistrið, þrátt fyrir þykkt skýið sem sígur
niður úr reykháfi brennslunnar í vestri. Það sést líka í flugvélar, þær hafa
sloppið eitt augnablik niður úr skýjaþykkninu og blikandi vængirnir
draga á eftir sér langa bómullartauma.
En hér eru engir fuglar, ekki flugur heldur, ekki heldur engisprettur.
Stundum hefur maríuhæna villst inn á stóru steyptu bílastæðin. Hún
skríður áfram, svo reynir hún að sleppa, flýgur þyngslalega í átt að kerj-
um sem eru full af sprungnum moldarleir og í er ein sviðin geranía.
Þarna eru börn líka, stundum. Þau staðnæmast fyrir framan dyrnar á
blokkunum, henda skólatöskunum frá sér og þau leika sér, æpa, slást.
349