Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 87
J.M.G. Le Clézio Ariane Á bökkum þurra fljótsins er hverfið með leigublokkunum. Það er eigin- lega heill bær, ein tíu háhýsi, stór björg úrgrárri steinsteypu sem standa upprétt á malbikuðum völlum, mitt í landslagi þar sem skiptast á grýtt- ar hæðir, akbrautir, brýr og rykugar steinvölurnar í árfarveginum, og þar er líka líkbrennslan sem sendir frá sér rammþefjandi og þykkt reykský sem svífur yfír dalnum. Hérermaðurlangtfrásjónum, langtfrá borginni, jafnvel langt frá frelsinu, langt frá sjálfu andrúmsloftinu, vegna reyksins frá brennslunni, og langt frá mönnunum, af því að þetta hverfi er eins og yfirgefin borg. Ef til vill er þarna enginn í rauninni, enginn í þessum stóru gráu blokkum með þúsundum ferkantaðra glugga, enginn í stigagöngunum, í lyftunum, og enginn heldur á stóru bílastæðunum þar sem bílarnir standa. Kannski gluggarnir séu negldir aftur og dyrnar lokaðar, blindaðar og enginn komist út fyrir þessa veggi, út úr íbúðunum, út úr kjallarageymslunum? En þau sem koma og fara innan um þessa háu gráu múrveggi, karlar, konur, börn, hundar stund- um, eru þau ekki líkust skuggalausum vofum, eins og ekki sé hægt að grípa í þau, ekki hægt að finna þau, augu þeirra eru tóm, fjarræn í kulda- legu umhverfinu, og þau geta aldrei hist, aldrei náð saman, eins og þau eigi ekkert raunverulegt nafn. Öðru hverju fer skuggi hjá, flóttalegur milli hvítra veggjanna. Stund- um sést til himins, þrátt fyrir mistrið, þrátt fyrir þykkt skýið sem sígur niður úr reykháfi brennslunnar í vestri. Það sést líka í flugvélar, þær hafa sloppið eitt augnablik niður úr skýjaþykkninu og blikandi vængirnir draga á eftir sér langa bómullartauma. En hér eru engir fuglar, ekki flugur heldur, ekki heldur engisprettur. Stundum hefur maríuhæna villst inn á stóru steyptu bílastæðin. Hún skríður áfram, svo reynir hún að sleppa, flýgur þyngslalega í átt að kerj- um sem eru full af sprungnum moldarleir og í er ein sviðin geranía. Þarna eru börn líka, stundum. Þau staðnæmast fyrir framan dyrnar á blokkunum, henda skólatöskunum frá sér og þau leika sér, æpa, slást. 349
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.1987)
https://timarit.is/issue/381151

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.1987)

Aðgerðir: