Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 24
Tírnarit Má/s og menningar grísku tragedíunnar, heldur örlagatrúin sjálf og sú nauðsyn sem hún vísar til. Því síður leyfist okkur að gefa yfirnáttúrulegar skýringar á örlagatrúnni í Brennu Njáls Sögu, enda er þar hvorki að finna guði eða nornir. Þess er getið að sumir menn séu forspáir, það er oft tekið fram að örlögin ráði framgangi sögunnar og auk þess eru í henni draumar og sýnir sem virðast birta mönnum óorðna hluti, en þó ber að varast þá túlkun að sagan sé aðeins forgrunnur einhverra dýpri at- burða eða að við sjáum í sögunni aðeins afleiðingar einhvers sem þegar hefur átt sér stað. Nauðsynin sem rekur söguna áfram er ekki utanaðkomandi, hún er nauðsyn sögunnar sjálfrar. Það var Schopenhauer sem sagði að í harmleiknum þróuðust persónur ekki heldur væri aðeins unnið úr því sem fyrir var í upphafi leiksins. Hér er átt við að forsendur endalokanna séu allar til staðar við upphaf leiksins og endalokin óhjá- kvæmileg niðurstaða þeirra. Það eru svo forlögin sem ráða því að ekki verður brugðið útaf sögunni. En þó sagan sé ákvörðuð fyrirfram verður það að skoðast sem hluti sögunnar sjálfrar. Það vantar ekkert inn í Brennu Njáls Sögu þó þar sé ekki sagt frá því hvar og hvernig örlögin voru ákvörðuð. Það væri misskilningur að ímynda sér örlaga- nornirnar í bakgrunni sögunnar. Þær eru ekki hluti af veröld textans, en nauð- syn torlaganna er innri nauðsyn hans og frásagnarmátans sem þar er beitt. Hún felst í atburðunum sjálfum og því hvernig frá þeim er sagt. Við sjáum hana í því að frásögnin gefur engar frekari skýringar á rás atburðanna og í því að skýringa virðist ekki þörf. Merking atburðanna er ekki bundin skýringum. Örlagatrú tragedíunnar er ekki barnaleg hjátrú, heldur má segja að hún sé að- ferð til að tengja saman atburði eða frásagnir og veita þeim form; ákveðin aðferð til að móta og draga fram merkingu veraldarinnar. En þessi aðferð er frábrugðin því sem við eigum að venjast, fyrst og fremst að því leyti að hún byggir á nauð- syn sem er þó ekki nauðsyn orsaka og afleiðinga. Þetta er regla sem okkur er að mestu ókunn. Við leitum ávallt skýringa á viðburðunum, merking þeirra opin- berast okkur í skýringunni. Ef einhver bæði okkur að segjasér frá heimsstyrjöld- inni síðari myndum við eflaust svara með því að útskýra aðdraganda hennar, upphaf nasismans, afstöðu vesturveldanna til Sovjetríkjanna, o.s.frv. Til þess að útskýra hluti bendum við á orsök þeirra og þykjumst þannig hafa skilið þá til fulls. Það sem fjarlægir okkur frá tragedíunni er þörf okkar fyrir að finna skýr- ingar og lausnir. Við fylgjum gjarnan vísindahyggjunni og þykir þá allt að því óhugsandi að ekki megi finna viðhlítandi lausn á hverjum vanda eða að fleiri en ein rétt lausn séu mögulegar. Yfirleitt er sagt að slíkt ósamræmi hljóti að stafa af því að við höfum ekki leitað nógu vel eða nógu lengi: lausnin er til, en við höfum enn ekki fundið hana. Tragedían segir okkur aftur á móti að slíkar þverstæður séu raunverulegar. Hún sýnir að veröldin stjórnast ekki afeinhverju lögmáli sem væri lausn á öllum vanda ef við aðeins gætum fundið það. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.1987)
https://timarit.is/issue/381151

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.1987)

Aðgerðir: