Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 8
Tímarit Máls og menningar einhvern hátt að yrkja út um glufurnar á skrápnum og brúa gjána sem skilur að tilfinningar mannsins og ytra umhverfi. Manneskjan má velja á milli þess að bíta á jaxlinn eða hrópa um sársauka sinn, en það eina sem gerir manninum fært að ganga leið sína með reisn er hæfileiki hans til að elska - og leita. Sem er það sama og að yrkja. Hvað skyldi svo gera mann að skáldi? Er það þörfin að tjáþá hluti, þann sann- leika sem ekki verður sagður á annan hátt en með galdri ljóðsins? Er það sann- leikurinn um veröldina sem býr að baki hins sjáanlega yfirborðs hlutanna? Hin innri sýn, sá kjarni sem fær mann til að finnast allt annað vera blekking, að mað- ur gangi blindum augum án þeirrar sýnar? Ef til vill er það óljós vissa um útópískan heim samræmis og fegurðar sem býr í ljóðinu. „Ljóðið er glataður tími fundinn á ný“, eins og segir í ljóði eftir Einar Má. Hin horfna paradís sakn- aðarins. Ljóðin birtast okkur eins og ljósbrot úr þeirri paradís og eru þess vegna jafn nauðsynleg og naflastrengur milli okkar og lífsins. Skáld eru hugsjónamenn á þann hátt að þau leitast við að skapa fegurð úr reynslu sinni og skynjun. Og þau eru byltingarsinnuð vegna þess að þau hljóta að vera í andstöðu við hinn ytri veruleika, þau taka hann ekki sem gefinn heldur draga fram andhverfu hans, eða í það minnsta kjarna hans. Skáld eru síst af öllu súpermenn, en með skáldskapnum ná þau að hreinsa sig og aðra af reynslu sinni og létta þannig af sér ýmsu því stóra og smáa sem íþyngir manninum í samfélag- inu, sem neitar honum um þessa nauðsynlegu hreinsun. Annars konar samfélög hafa haft skilning á því, og það er m.a. þáttur í sumum trúarbrögðum. Maður- inn þarf að hreinsast af reynslunni svo hann geti haldið áfram að draga lífs- andann, ekki endilega flekklaus en að minnsta kosti sæmilega óbrenglaður. Hver sá sem skyggnist inn um dyrnar á húsi skáldskaparins á kost á að finna sér sæmilegan griðastað þótt auglýsingabæklingarnir lokki hann ekki þangað. Hann finnur sér að minnsta kosti stundarathvarf í ljóðinu sem er heimur draumsins, í senn flótti og barátta. Þótt hann hverfi þaðan með meiri trega en áður, því það er einmitt treginn sem rekur hann þangað. Ljóðskáldið og rithöfundurinn Octavio Paz frá Mexikó telur ljóðlistina vera drottningu allra listgreina, og jafnvel merkasta af öllum mannlegum athöfnum. Hann lítur svo á að ljóðagerð felist ekki í því að ná valdi yfir orðunum og efninu, heldur eigi hún að frelsa orðin úr viðjum sínum og leysa þar með úr læðingi upp- runalegan galdur þeirra og kraft. í því skyni þarf að frelsa orðið undan hagnýtu hlutverki þess sem tjáningarmiðils. Og eins og hann segir í einu ljóða sinna vill hann hafa orð sem eru blóm, sem eru ávöxtur, sem eru athafnir. Eitt andartak hættir orðið að vera hlekkur í keðju tungumálsins og ljómar eitt og sér, mitt á milli þess að vera upphrópun og hrein 270
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.