Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 129
þeim sé ég ekki hvernig á að vera hægt að
draga lærdóma af þeim og hafa þá sem víti
til varnaðar.
Ég nefni eitt dæmi um félagshug og for-
ingjahollustu í flokknum, sögu sem Þór
Whitehead hefur eftir Einari Olgeirssyni
um fatasamskot handa þeim Einari og
Brynjólfi Bjarnasyni. Þorleifur ber þessa
sögu undir Brynjólf. Hann neitar ekki að
hún sé sönn en skilur hana svo að hún eigi
að vera til marks um persónudýrkun. Það
eru ekki mín orð, heldur Brynjólfs, að fé-
lagshugur og foringjahollusta séu það
sama og persónudýrkun. Sjálfum finnst
mér þetta fremur falleg saga og engum til
skammar. Það er reisn yfir flokki bláfá-
tækra verkamanna sem sættir sig ekki við
að foringjarnir gangi um illa klæddir. Og
ekki ligg ég foringjunum á hálsi fyrir að
þiggja hjálpina. Hins vegar er sagan ekki
alveg einlit. Það má spyrja hvernig föt þeir
áttu sem gáfu og hvort kommúnistar áttu
að klæða leiðtoga sína á borgaralega vísu.
Sögur sem engar spurningar vekja eru
varla góðar í námsbók.
Eins er um klausuna sem ég birti upp úr
Verklýðsblaðinu um byltingarstefnu
flokksins og Þorleifur er svo óánægður
með. Hún var ekki ætluð flokknum til
hnjóðs heldur einkum til að benda á að
flokksmenn meintu ekki valdatöku her-
skás minnihluta þegar þeir töluðu um
byltingu. Ég skil ekki hvað þessi klausa
hefði verið betri beint upp úr Verklýðs-
blaðinu en úr bók Þórs Whitehead. Hún
stendur nákvæmlega í því samhengi í
blaðinu sem búast mátti við, og ekki hafði
ég rúm til að birta greinina alla. Ég skil
ekki heldur hvað Þorleifur hefur á móti því
að ég birti klausuna — nema því aðeins að
ég hefði átt að þegja um að Kommúnista-
flokkurinn hafi verið byltingarflokkur.
Enn ómaklegri verður dómur Þorleifs
Umsagnir um beekur
þegar hann fer að hella sér yfir menn sem
„hafa svo mjög einblínt á þing Kominterns
1935 þegar samfylkingarbaráttan hefur
komið til tals." Engin leið er að lesa þetta
öðru vísi en svo að meðal þeirra manna séu
höfundar Uppruna nútímans, þótt Þorleif-
ur kjósi allt í einu að sækja dæmi í aðra bók
eftir annan mann. En í Uppruna nútímans
er einmitt ekki einblínt á Kominternsam-
þykktina um samfylkingu. Þvert á móti er
byrjað að skýra hvað klofningur verkalýðs-
stéttarinnargat verið óheppilegur dragbít-
ur á kjarabaráttu og sagt að af þeim sökum
hafi margt verkafólk verið óánægt með
hann. „Síðan gerðist það á 7. þingi Kom-
intern árið 1935“ segir í bókinni, „að
flokkarnir voru hvattir til að samfylkja
með sósíaldemókrötum . . .“(243) Þor-
leifur véfengir ekki að þessi samþykkt
Komintern hafí skipt máli: „Ekki svo að
skilja að samþykktin . . . hafi verið auka-
atriði . . .“segirhann. Hvers vegna er þá
svona ámælisvert að segja frá henni?
Kommúnistaflokkur íslands var lítill
flokkur og skammlífur. Það hefði þess
vegna verið verjandi að fjalla ekki um hann
í bók eins og Uppruna nútímans. Bænda-
flokkurinn er ekki nefndur þar, Þjóðvarn-
arflokkurinn aðeins nefndur á nafn (343),
Samtök frjálslyndra og vinstrimanna
sömuleiðis (327, 329). íhaldsflokkurinn,
stór og áhrifamikill flokkur, er rétt aðeins
nefndur (239) af því að ég kaus að spara
rúmið handa arftaka hans, Sjálfstæðis-
flokknum, og gera honum svolítið rækileg
skil. Kommúnistaflokkurinn fékk inni á
tveimur blaðsíðum, einkum vegna þess að
hann hafði þrjú sérkenni sem fróðlegt er að
kynnast. 1. Hann var opinberlega og op-
inskátt hluti af alþjóðlegri hreyfingu og
tók blygðunarlaust mark á samþykktum
hennar. 2. Hann var það sem stjórnmála-
fræðingar kalla úrvalsflokk, með þröngar
391