Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 129
þeim sé ég ekki hvernig á að vera hægt að draga lærdóma af þeim og hafa þá sem víti til varnaðar. Ég nefni eitt dæmi um félagshug og for- ingjahollustu í flokknum, sögu sem Þór Whitehead hefur eftir Einari Olgeirssyni um fatasamskot handa þeim Einari og Brynjólfi Bjarnasyni. Þorleifur ber þessa sögu undir Brynjólf. Hann neitar ekki að hún sé sönn en skilur hana svo að hún eigi að vera til marks um persónudýrkun. Það eru ekki mín orð, heldur Brynjólfs, að fé- lagshugur og foringjahollusta séu það sama og persónudýrkun. Sjálfum finnst mér þetta fremur falleg saga og engum til skammar. Það er reisn yfir flokki bláfá- tækra verkamanna sem sættir sig ekki við að foringjarnir gangi um illa klæddir. Og ekki ligg ég foringjunum á hálsi fyrir að þiggja hjálpina. Hins vegar er sagan ekki alveg einlit. Það má spyrja hvernig föt þeir áttu sem gáfu og hvort kommúnistar áttu að klæða leiðtoga sína á borgaralega vísu. Sögur sem engar spurningar vekja eru varla góðar í námsbók. Eins er um klausuna sem ég birti upp úr Verklýðsblaðinu um byltingarstefnu flokksins og Þorleifur er svo óánægður með. Hún var ekki ætluð flokknum til hnjóðs heldur einkum til að benda á að flokksmenn meintu ekki valdatöku her- skás minnihluta þegar þeir töluðu um byltingu. Ég skil ekki hvað þessi klausa hefði verið betri beint upp úr Verklýðs- blaðinu en úr bók Þórs Whitehead. Hún stendur nákvæmlega í því samhengi í blaðinu sem búast mátti við, og ekki hafði ég rúm til að birta greinina alla. Ég skil ekki heldur hvað Þorleifur hefur á móti því að ég birti klausuna — nema því aðeins að ég hefði átt að þegja um að Kommúnista- flokkurinn hafi verið byltingarflokkur. Enn ómaklegri verður dómur Þorleifs Umsagnir um beekur þegar hann fer að hella sér yfir menn sem „hafa svo mjög einblínt á þing Kominterns 1935 þegar samfylkingarbaráttan hefur komið til tals." Engin leið er að lesa þetta öðru vísi en svo að meðal þeirra manna séu höfundar Uppruna nútímans, þótt Þorleif- ur kjósi allt í einu að sækja dæmi í aðra bók eftir annan mann. En í Uppruna nútímans er einmitt ekki einblínt á Kominternsam- þykktina um samfylkingu. Þvert á móti er byrjað að skýra hvað klofningur verkalýðs- stéttarinnargat verið óheppilegur dragbít- ur á kjarabaráttu og sagt að af þeim sökum hafi margt verkafólk verið óánægt með hann. „Síðan gerðist það á 7. þingi Kom- intern árið 1935“ segir í bókinni, „að flokkarnir voru hvattir til að samfylkja með sósíaldemókrötum . . .“(243) Þor- leifur véfengir ekki að þessi samþykkt Komintern hafí skipt máli: „Ekki svo að skilja að samþykktin . . . hafi verið auka- atriði . . .“segirhann. Hvers vegna er þá svona ámælisvert að segja frá henni? Kommúnistaflokkur íslands var lítill flokkur og skammlífur. Það hefði þess vegna verið verjandi að fjalla ekki um hann í bók eins og Uppruna nútímans. Bænda- flokkurinn er ekki nefndur þar, Þjóðvarn- arflokkurinn aðeins nefndur á nafn (343), Samtök frjálslyndra og vinstrimanna sömuleiðis (327, 329). íhaldsflokkurinn, stór og áhrifamikill flokkur, er rétt aðeins nefndur (239) af því að ég kaus að spara rúmið handa arftaka hans, Sjálfstæðis- flokknum, og gera honum svolítið rækileg skil. Kommúnistaflokkurinn fékk inni á tveimur blaðsíðum, einkum vegna þess að hann hafði þrjú sérkenni sem fróðlegt er að kynnast. 1. Hann var opinberlega og op- inskátt hluti af alþjóðlegri hreyfingu og tók blygðunarlaust mark á samþykktum hennar. 2. Hann var það sem stjórnmála- fræðingar kalla úrvalsflokk, með þröngar 391
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.