Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 45
Kotia og kind endilega kalt. En allri jörðinni var kalt, einsog hún lagði sig, trjánum og borubröttum laukstubbum í garði. Náttúran í vorverkum var slegin út af laginu, svikin í tryggðum. Gat það verið satt að hún stóð í gær við gám á Reykjavíkurhöfn, í glaðasólskini, að drekka kaffi úr plastmáli? Hún dró bátinn niður í flæðarmál, undir gegnumlýstu tungli. Hún ýtti á flot og henni fannst við fyrstu áratog að vegalengdin út í Viðey væri himinhá, að það væri álíka fyrir hana að róa þangað einsog að ætla á svifflugu til tunglsins. Snjókorn sáldruðust niður yfir hafið og urðu að hundslappadrífu. Konan blessaði úrkomuna hvítu, þótt hún sæi eyna að vísu ekki fyrir snjóveggnum. En hún næði auðvitað landi, ef hún héldi áfram að róa beint af augum inní mjúkan vegginn. Hún mundi ekki framar að hún hafði áður verið ein á báti, á vatninu heima, að vitja um netin. Hún mundi ekki framar til hvers hún fór út, aðþað vantaði mjólk. Að róa var áreynslulaust og kuldinn sjálfsagður, nánast góður. Einsog hún hafði alltaf verið mikil kuldaskræfa. Það eina sem hún fann fyrir var tilhlökkun að stíga í nýfallinn snjó og merkja sér hann á nýrri árstíð, útí eyju. Svo virtist henni þegar þangað kom að hún væri rétt byrjuð að róa og henni fannst skrýtið hvað leiðin sýndist löng í upphafi ferðar. Þetta var þá bara snertispölur. Fyrst ætlaði hún að láta bátinn sigla sinn sjó, en sá svo að það var engin meining, og dró hann yfir sleipt grjótið uppí fjöru. Henni létti að vera laus við bátinn. Núna fyrst gat hún fagnað eynni í friði og samglaðst henni. Sú fengi að spegla sig og spóka alhvít í haffleti morgundagsins. Hún gekk á brattann. Fallandi snjókornum fækkaði og það stytti al- veg upp. Utlínur Esjunnar voru alskýrar og tunglið á örum faraldsfæti í kolsvörtum skýjum. Hún greikkaði sporið í átt að Viðeyjarstofu. Hvern- ig væri að láta fyrir berast þar? Eða í kirkjunni, ef hún væri opin? Þá sá hún allt í einu spor í snjónum. Ekki gott að segja eftir hvern eða hvað. Of stór til að vera eftir kött eða tófu. Hvaða dýr var á ferð útí Viðey núna? Það þyrfti Indjána til að leysa svona gátu, hugsaði konan og hló. Hún tók að feta í sporin og einsetti sér að sleppa helst engu úr. Þannig gekk hún áfram og horfði stíft niður fyrir sig. Hún leit ekki framar upp, á vígahnöttinn tungl, risastóran og uppljómaðan. Hún var komin alla leið yfir á hina hlið eyjunnar, þá sem sneri frá jörðu, þegar hún sá morauða kind afvelta. Lappirnar bærðust einsog fyrir vindi í logninu. Konan settist flötum beinum, snerti kindina og fann að 307
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.