Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 44
Tímarit Máls og menningar fara úr kjólnum. Hún heyrði stef úr Brúðkaupi Fígarós úr stofunni. Þá hlaut Frank að vera kominn heim. Hún sofnaði. Hún rumskaði þegar Frank skreið uppí um miðnóttina og spurði: „Hvað gátuð þið borðað?" „Það var allt í lagi,“ sagði Frank. „Þú ert í kjólnum." „Það er svo mikil þreyta í mér. Hann er þungur sá blái.“ „Þig hefur dreymt." „Hvernig er spáin?“ „Snjókoma á morgun." „Ég vissi það,“ sagði konan. Daginn eftir vantaði aftur mjólk og konan fór út í brúnu ullarkápunni með svörtu lopahúfuna. Það var opið inní herbergi Rögnu Lottu þegar konan gekk hjá. Hún kastaði kveðju á dóttur sína en heyrði ekki svar. Konan tók stefnu á miðbæinn, með vindinn í fangið. Snjónum kyngdi niður og hann hlóðst framan á brúnu kápuna og svörtu húfuna. Það var enginn á ferli nema konan og eyrnalaus fressköttur sem mjálmaði aumur í porti við Vesturgötu. Hún staðnæmdist í Hafnarstræti, við svarta drossíu með tveggja stafa númeri. Aftan við það var greyptur silf- urlitaður kross. Hún sá ungan mann í síðum frakka fara inn í bílinn og aka af stað. Henni fannst hann ekki of góður til að bjóða far, og hún var bitur þegar hún settist upp í leið fjögur, Hagar-Sund, á Lækjartorgi. Vagninn rann af stað um leið og hún var stigin uppí. Hún var eini far- þeginn. Henni fór smám saman að finnast eitthvað smellið við þessa strætisvagnaleið, sem hafði verið uppnefnd, hún mundi ekki hvað. Kon- an skellihló. Bílstjórinn hrökk við og leit forviða í baksýnisspegilinn. Vindinn hafði lægt þegar hún fór út á Kleppsvegi, fyrir neðan Laugar- ásbíó. Það var allt blint þegar hún fór yfir götuna, en hún treysti á að heyra vélarhljóðið, svo hún gæti forðað sér í tæka tíð, ef það kæmi bíll. Hún gekk niðureftir, að sjónum. Élið hætti snögglega. Hún var stein- hissa að sjá tunglið frá í gær koma kringlótt í ljós yfir Skarðsheiði. Þetta tungl mundi sjást miklu betur úr Viðey. Hún hraðaði för sinni að skúrnum, klippti á spottann, sem hún hafði bundið dyrnar með, og fór inn. Hún settist á fremri þóftu hins fagurbláa báts, greip um árar og var komin út á vatnið heima að vitja um netin. Hún æfði áralagið og vissi að hún var fær um að róa þangað sem hún þurfti. Svo prófaði hún að hnipra sig saman í botni bátsins. Henni var ekkert 306
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.