Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 20
Tímarit Máls og menningar JochumssonarþegarhannskrifaðiJón Arason, leikritsem hann nefnir harmsögu- leik eða tragedíu.1'1 Hér er Jóni Arasyni ekki aðeins lýst sem verndara kaþólsk- unnar, heldur virðist hann vera ímynd þjóðveldishöfðingjans. í leikritinu gæti biskupinn allt eins ákallað Óðin og þyrfti þó litlu að breyta öðru. Hann er um- fram allt höfðingi í anda íslendingasagnanna og ekki ofsagt að hann sómi sér betur í bardaga en fyrir altarinu. Matthíasi virðist meginboðskapur sögunnar felast í því að höfðinginn og mikilmennið Jón Arason, sem um margt máþykja ein aðdáunarverðasta persóna íslandssögunnar, hlýtur að víkja fyrir breyttum siðum nýrra tíma. Tragedían liggur hér í því að við sjáum réttmæti og gildi hugmynda sem Jón biskup hyggst verja — forna arfleifð okkar — en skiljum um leið hvers vegnaþærfá ekki lengur staðist í pólitískum veruleika 16. aldarinnar. í báðum þessum dæmum sjáum við að tragedían sprettur upp úr móthverf- unni milli þess sem var og þess sem er að verða: gamalla og nýrra viðhorfa. Hug- myndafræðileg umbrot skerpa tragedíuna og eru handhæg umgjörð, en þó ber að hafa í huga að hér er aðeins um að ræða eitt af mörgum hugsanlegum birting- arformum hinnar tragísku dílemmu. Það sem máli skiptir er að móthverfan er óleysanleg innan ramma frásagnarinnar og afleiðingar hennar hljóta því að verða tragískar. í Brennu Njáls Sögu er barátta milli hinna fornu siða og kristninnar. Þessa bar- áttu lagði Jóhann Sigurjónsson til grundvallar leikritinu sem hann skrifaði upp- úr sögunni og nefndi Lfgneren,l4) en ef við berum saman verkin tvö sjáum við að tragedían byggir á fleiru en móthverfunni einni. Innri baráttu tragedíunnar verður að skoða í samhengi við framsetninguna alla. Slíkur samanburður sýnir jafnframt það sem umfram annað skilur að tragedíuna og frásagnarmáta okkar eigin tíma, því eins og við munum sjá notar Jóhann framsetningu sem er ósam- ræmanleg tragedíunni. í upphafi leikritsins sjáum við Valgarð ákalla Óðin. Hann spyr guðinn hvers vegna kristnin viðgangist og hvers vegna hofspjalla og yfirgangs trúboðanna sé ekki hefnt. Hér eru ekki aðeins trúarbrögðin í húfi, heldur heil heimsmynd. Kristnin boðar viðhorf sem voru óhugsandi í hinu forna samfélagi. Mörður son- ur Valgarðs er reyndar einn af þeim sem hefur tekið kristni, en af pólítískri nauðsyn fremur en sannfæringu: Ég hef aðeins skyldur gagnvarr þeim guðum sem í augnablikinu eru sterkastir.151 Þótt hann styðji kristnina í orði lifir hann enn í hugmyndaheimi forfeðra sinna, eins og reyndar má segja um margar persónur sögunnar. Þeim háir ákveðin siðblinda eins og Halldór Laxness hefur nefnt það, sem virðist gera þeim ókleift að skilja boðskapinn í hinni nýju trú. Jóhann dregur þetta fram í samræðu Val- garðs og Marðar: 282
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.