Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 125
En sagan Úr Lámastræti er veigamesta
saga bókarinnar, og þar skynjar lesandi
raunveruleg átök í stíi og efnistökum.
Yrkisefnið erglíma sögumanns við þá lífs-
skoðun sína, að formúlurog rökfesta raun-
vísindanna gildi um allt mannlífið. Rödd
sögumanns er full af menntahroka og af-
dráttarleysi þess sem ekki efast; allt þetta
er vel gert hjá Ólafi. Afhjúpun fordóma
sögumanns og þegar „andbýlingur" hans
afsannar formúlukenningarnar um mann-
lífið, eru einnig vel gerð atriði og sagan
skilur sig frá sumum fyrrnefndum sögum í
því að afhjúpunin er látin liggja í stílnum.
Það er látið vera að skýra að afhjúpunin eða
hvörf hafi átt sér stað, heldur er lesandi lát-
inn skynja að lífsskoðanir sögumanns hafa
orðið fyrir áfalli. Sagan er ennfremur vel-
heppnuð fyrir þá sök að Ólafur leggur rækt
við ýmis smáatriði sem fylla upp í götu-
myndina sem rammar söguna, að því
ógleymdu að hún er mjög hönduglega
uppbyggð.
Orðfæri og málfar Ólafs Jóhanns er yfir-
leitt ágætt og fellur vel að söguefninu. Þó
er það stundum full fornt og má sem dæmi
nefna söguna í garöinum, þar sem aðalper-
sónurnar eru ungir fyrrverandi elskendur.
Talmálið er of hátíðlegt og stirt til þess að
tónn sögunnar verði trúverðugur, t.d.
spyr drengurinn unnustu sína: „Viltu
dreypa á víni?" og notar blótsyrðið „horn-
grýtis kjaftæði". Þetta gerir söguna stirða og
spillir henni. Stíll Ólafs er vandaður, en
stundum fúll þunglamalegur og of dauðyfl-
islegur til þess að halda lesanda föngnum.
Sögurnar í þessari bók eru greinilega
byrjandaverk en sé við það miðað, eins og
hlýtur að teljast eðlileg krafa, þá eru þær
gott byrjandaverk, og það sem best er gert
gefur talsverðar vonir. Veikleikarnir liggja
fyrst og fremst í því að höfundur er óþjálf-
aður og að það skortir talsvert á að sögurn-
ar hafi lifandi þrótt og átök til að bera eins
Utnsagnir um bœkur
og hefði mátt vænta hjá svo ungum höf-
undi.
Páll Valsson
ÞÁTTUR AF ÞORLEIFI FRIÐRIKS-
SYNI OG UPPRUNA NÚTÍMANS
Ég má til með að gera fáeinar athugasemd-
ir við „Nokkra gagnrýnisþanka varðandi
„Uppruna nútímans"" sem Þorleifur Frið-
riksson skrifaði í 2. hefti Tímaritsins. Mér
er að minnsta kosti skylt að láta koma fram
að sú „fölsun sögunnar" sem hann finnur í
þessari kennslubók okkar Braga Guð-
mundssonar er öll komin frá mér. Allar at-
hugasemdir hans eru við efni sem ég lagði
til bókarinnar.
En ég hef fleira að segja við lesendur
Tímaritsins um gagnrýni Þorleifs. Fyrst er
rétt að nefna þau atriði sem hann gagnrýn-
ir með réttu og þakka honum um leið fyrir
ábendingarnar. Mér virðast þau vera þrjú.
Fyrst er það að auðvitað var Haukur
Björnsson ekki listmálari. Um það hljóp í
mig svolítil meinloka þegar ég sagði frá
stofnun Kommúnistaflokksins. Og, eins
og Þorleifur giskar á, spratt hún að hluta
til af því að Haukur leigði hús Júlíönu
Sveinsdóttur listmálara og þar var
málaravinnustofa sem hýsti stofnfund
flokksins.
f öðru lagi var óvarkárt af mér að nota
orðið „umsvifalaust" þar sem ég segi um
Kommúnistaflokkinn: „sættu menn sig
ekki við línuna frá Komintern var þeim
umsvifalaust vikið úr honum." Þorleifur
þykist vita að brottrekstur hafi alltaf verið
„allra síðasta ráðstöfunin", og get ég ekki
rengt að einhver umsvif hafi jafnan farið á
undan brottrekstrum, þótt Þorleifur nefni
enga heimild að staðhæfingu sinni. Hitt
stendur enn óhrakið sem Þór Whitehead
387