Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 43
Kona og kind
ir fótum, að einhverju öðru en fljótandi eyju í upphæðum. Einkennilegt
að þangað gátu þeir siglt himinháa vegalengd, en hún hafði ekki einu
sinni farið sjóleiðina út í Viðey og hafði þó búið í seilingarfjarlægð í tutt-
ugu ár.
Hún var komin langleiðina að brotajárnsökrunum við Sundahöfn,
þegar hún sá fagurbláan árabát á hvolfi. Árunum var tyllt ofaná bátinn í
róðrarstöðu. Hún kunni ekki að meta þessa nýstárlegu uppstillingu,
velti bátnum við og setti árar á sinn stað. Svo fannst henni ekki rétt að
snudda lengur við bátinn. Kannski hafði eigandinn bara brugðið sér frá
sem snöggvast.
Hún gekk áfram og andaði að sér söltu loftinu í skrykkjum, ýmist
djúpt eðagrunnt. Hún hafði ekki augun afeynni. Það var engu líkara en
hún hefði færst nær. Konan ímyndaði sér að hún sæi Ijós í gluggum, þótt
hún vissi vel að þarna spegluðust leifarnar afsólskini dagsins. Hún hrökk
uppúr hugsun sinni þegar hún tók eftir litlum skúr rétt hjá. Hún kíkti
inn og hann var galtómur.
Hretið var yfirvofandi hvaða dag sem var. Hún hafði að vísu ekki heyrt
spá fyrir morgundaginn. En hver gæti orðið síðastur að koma bátnum
undan svo hann fennti ekki í kaf. Mennirnir voru bara svo skammsýnir.
Þeir gátu ekki ímyndað sér vetur á morgun af því það var falsað vor í dag.
Hún gekk því aftur að bátnum og dró hann spölinn að skúrnum með erf-
iðismunum. Hún staldraði við í skúrdyrunum og horfði glöð á bátinn í
öruggu skjóli. Svo tók hún skærin úr kápuvasa, klippti spotta úr inn-
kaupanetinu og batt dyrnar aftur.
Hún tók leið fjögur niður á Hlemm. Þar settist hún á bekk í biðskýl-
inu og dró fæturna að ofninum við vegginn, því það var kuldahrollur í
henni eftir útiveruna. Rytjuleg miðaldra kona á flókaskóm kom og sett-
ist hjá henni. Hún dró fæturna líka undir bekkinn.
„Hvaða ferðalag er á þér?“ spurði sú á flókaskónum.
„Ég fór út í búð eftir mjólk.“
Þá mundi hún að auðvitað var hún að fara út í búð eftir mjólk og hún
hafði sig á burt þótt hún væri varla byrjuð að hvíla sig á bekknum.
Það var ekki fyrr en hún gekk upp útidyratröppurnar heima hjá sér að
langt sólarlagið fjaraði alveg út og hún horfði á það um stund áður en hún
fór inn. Ragna Lotta var að æfa sig í ganginum á nýjum ballettskóm og
rak stáltána í móður sína þegar hún gekk hjá. Konan tók af sér, setti
mjólkina í ísskáp, fór inn í rúm og lagðist undir kalda sængina án þess að
305