Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar tveim sem mynda ramma í sögunni er tekið fram að hann sé klofinn maður og að því leyti í ætt við fyrri sögupersónur og förumenn Thors. Presturinn spyr hann: „Hvernig getur þú verið tvennt í einu? Skáld með skylduna að skilja það sem reynir að lifa. Og dómarinn ægilegi sem lokar sig fyrir því sem kemur ekki heim við paragrafana í þessum tilbúnu lögum ykkar." (151). Það er athyglisvert að presturinn skuli taka fram að lögin séu tilbúin, rétt eins og Vilhjálmur í sögu Ecos segir um öll táknkerfi. Með dómnum hefur Ásmundur dæmt skáldið í sér. Þegar í upphafi kemur fram að sem skáld nýtur hann þess að „fara um fold og lesa skart hennar í hugar- sjóð.“ (13). Það er þessi lestur náttúrunnar sem veitir mesta útrás hinu rásandi sjálfi í þessari sögu. Á löngum köflum er líkt og sakamálið fái enga framrás vegna náttúrulýsinga úr ferð sýslumanns á dómstað. Það má segja að þær trufli söguna og skapi um leið stemmningu sem gengur á skjön við rökvísa meðferð sakamálsins; hið sama kemur fram í þeim köflum er segja frá draumum sýslu- manns. Náttúran, landið og undirvitundin verða því til að grafa undan þeirri hefðbundnu raunsæisformgerð sem sakamálið hefði getað fallið í. Undir bókar- lok segir að „dökkgrá ský og tásur teygðust útum rjómagult hvolfið ..." (248). Ef orðið tásur kæmi einungis fyrir þarna myndi maður ætla að það merkti bara skýjahula. En það birtist nokkrum sinnum í sögunni og túlkar einmitt þá skáldlegu reynslu sem stendur öndvert við fullvissu þá sem leitað er að í saka- máli. Á einum stað segir: „Orðatásur liðu um hugann, leituðu tengsla án þess væri knýjandi." (36) Tásur erþað sem ekki býr yfir fullmótaðri merkingu; þeir komast næst því að „lesa“ þær sem ekki æðrast þótt táknin séu tætingsleg og óljós. „Tásur" er einnig notað er bróðirinn ákærði horfir á skýjafar um himininn (58). Skýin í sögunni mynda eins konar spegilmynd vatnflaumsins sem áður var minnst á og hvorttveggja má teljast tákn hinnar semíótísku móðu. Bróðirinn er óttasleginn þegar hann er hrifinn með í þann flaum, en um leið þráir hann að láta hann gleypa sig, þráir að brenna til ösku í eldinum í skauti systur sinnar (84-5). Ef til vill má segja að hann þrái að komast aftur á stig hins fullkomna líkamlega sambands barns við móðurina. Eitt sinn grætur hann eins og barn og liggur með höfuðið í skauti systurinnar, rétt eins og hann kynni að fá færi að skríða þar inn, hreiðra um sig í móðurlífi (54). Þar er hann raunar fyrir þegar, í líki barns síns. En bróðirinn er líka einskonar tvífari dómarans. ítrekað er lögð áhersla á hlið- stæð ástasambönd þeirra og í sumum lýsingum er lesandi í vafa um hvorn þeirra hann sjái. Stundum er því líkast sem Ásmundur sé að ímynda sér eða skálda veruleika bróðurins eða þá að vefa hann í eigin fortíð, eins og þegar svo virðist sem áðurnefnt atriði sé „endursýnt": „hann“ er með höfuðið í skauti „hennar" (98), en þessi svipmynd virðist svo vera í huga Ásmundar og er ef til vill af hon- 324
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.1987)
https://timarit.is/issue/381151

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.1987)

Aðgerðir: