Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 50
Tímarit Máls og menningar
andspænis honum verða lesendur að persónum Thors. Skilningi þeirra og vana-
bundnum hugsunarhætti er ögrað; þeir eru í hættu staddir. í verkum Thors
hegða persónur sér iðulega líkt og lesendur gagnvart texta og spyrja til dæmis
eins og lagskona förumannsins í Tumleikhúsinu'. „Á þetta að verða saga?“6) Til-
gangi þeirrar „sögu“ er kannski náð í bókarlok er hún spyr: „Er ekki nóg að lífið
sé flókið?" (205) — vegna þess að eftir því sem heimurinn verður flóknari verður
erfiðara að sannfæra fólk um að lífið sé flókið; sögurnar sem heimurinn hefur til
reiðu verða æ einfaldari ef eitthvað er. Hér má kannski finna endalaust markmið
hinna mögnuðu skáldsagna sem Thor hefur skrifað: að láta það renna upp fyrir
okkur í sífellu að lífið sé margbrotið, framandi, nautnalegt, myndbjóð-
andi.
Þessar hugleiðingar tengjast stöðu Thors Vilhjálmssonar sem róttækasta
módernista íslenskra bókmennta. Fyrstu verk hans voru kannski ekki meðal
þeirra sem mest bar á í þeirri „byltingu skáldskaparmálsins," sem Julia Kristeva
nefnir svo og náði hér á landi fram að ganga í módernisma eftirstríðsáranna. En
þótt módernisminn gengi á þeim tíma einkum í skrokk á hefðbundnu íslensku
ljóðformi, er hann í raun enn afdrifaríkara afl í prósaskáldskap. Módernismi er
nefnilega að eðli til andsnúinn sagnagerð, mótfallinn því að „segja sögu“.
Strangt til tekið ætti módernismi jafnvel að vera ósættanleg andstaða sagna-
skáldskapar, en við getum í bili látið nægja að segja að hann snúist gegn öllum
einhlítum frásögnum afveröldinni og óvíða fæst betri staðfesting áþví en í verk-
um Thors.
Hugtakið „saga“ er merkingarþrungið orð á íslensku. Það er notað jafnt um
frásagnir af „sönnum" atburðum og skálduðum. Við lítum jafnframt gjarna á
ævi okkar sem „sögu“. Ég ætla mér að njóta þessa merkingarþunga orðsins í því
sem hér fer á eftir. Ef við lítum fyrst á þá sögu sem liggur til grundvallar hefð-
bundinni skáldsagnagerð, þá byggist hún á persónusköpun aðskildra einstakl-
inga, sjónarhorni sem háð er eins konar „samningi" okkar við höfundinn, sögu-
fléttu og tímaformgerð sem lesandi fær greitt úr við lesturinn og svo þekkjan-
legu umhverfi sem skapar heilsteypt baksvið auk þess að koma við sögu á ýmsan
hátt. Ég held það sé ekki ofmælt að ekkert þessara megineinkenna sé ráðandi afl
í verkum Thors. Ef skáldsaga er byggð úr slíkum einingum má segja að ekki
standi steinn yfir steini í verkum eins og Fljótt fljótt sagði fuglinn, Ópi bjöllunnar,
Mánasigðog Turnleikhúsinu. Persónur eru oftast nafnlausar og það er tíðum erfitt
að greina á milli þeirra, auk þess sem þær eiga það til að renna saman eða klofna
sundur; iðulega er ógjörlegt að henda reiður á hver segir frá, sjónarhornið rásar
til á afar ruglingslegan hátt, tíminn er á tjá og tundri, litlir tilburðir eru til að
skapa sögufléttu og umhverfi sögunnar tekur næsta ólíkindalegum hamskipt-
um.
Þrátt fyrir allt þetta eru Thor og persónur hans sífellt með hugann við sögur
312