Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 93
Ariane Christine gengur nokkur skrefeftir götunni, út að horninu á bílastæð- inu. Hún skýlir sér upp við vegginn, í skugga. Hún skelfur í næturkuld- anum eftir ilmandi hitann á Milk Barnum. Fyrir framan hana er grár himinninn orðinn bleikur og lýsandi þeim megin sem borgin er, með þungum bakka sem hangir ennþá yfir reykháfum brennslunnar. Ekkert hljóð heyrist, það er að segja ekkert hljóð sem skiptir máli. Bara lágar drunurnar frá fólksbílunum og vörubílunum þarna niður frá, á hrað- brautarbrúnni, og hávaðinn frá fullorðnum og börnum inni í íbúðunum, eða nefmæltar raddir sjónvarpstækjanna. Hún vill ekki fara inn til foreldra sinna, ekki enn. Hún vill vera kyrr þarna, hreyfingarlaus, með bakið upp að köldum veggnum, horfa á nótt- ina, gráan og skuggsýnan himininn, háa hvíta veggina með hundruðum upplýstra glugga. Og hreyfingarlausa bílana á stæðunum, undir ljós- blettum götulampanna, vörubílana sem hefur verið lagt á götunni, ljós borgarinnar sem kvikna eins og fölar stjörnur. Hún vill hlusta á kliðinn frá fólkinu í íbúðunum, hlusta á alla í einu og finna til næturkuldans. Hún stendur svona lengi, hreyfingarlaus upp við vegginn, allt þar til kuldinn læsist um fætur hennar og handleggi, axlirnar, svo hún dofnar upp. Rakadroparglitraáhvítaplastjakkanum hennar og ástígvélunum. Þá heldur hún áfram að labba, um auðar göturnar, hringinn í kring- um háhýsahverfið. Hún veit ekki alveg hvert hún er að fara. Fyrst út að skólabyggingunni, svo fer hún yfir litla róluvöllinn sem er neðan undir akbrautinni, og aftur upp í gegnum göturnar þröngu þar sem eru lítil óhrjáleg hús í illa hirtum görðum. Hundar gelta að henni innan við rimlagirðingar og svartir kettir hlaupa undir kyrrstæðum bílum fyrir framan hana. Þegar hún kemur aftur upp í hverfið þar sem háhýsin eru, líkust risum sem standa uppréttir í miðjum bílastæðum og lóðum, þá finnur hún aft- ur kalt og rakt ljósið frá ljósastaurunum, og hún fer að skjálfa. Þá koma drunurnar frá mótorhjólunum á fullri ferð í átt til hennar. Hún heyrir hvína í þeim á milli fjölbýlishúsanna, án þess að vita ná- kvæmlega hvaðan þau koma. Hvert getur hún farið? Christine vildi að hún gæti falið sig, því hún stendur á miðri aðalgötunni og ljósið frá götuljósunum bregður á hana skjannabirtu. Hún hleypur að næsta fjöl- býlishúsi og nær að þrýsta sér upp að veggnum um leið og hópur mótor- hjólastráka fer hjá á fullri ferð eftir götunni. Þeir eru sex eða sjö, hjálm- arnir hylja andlit þeirra, klæddir í svört vínýlföt, á Trial mótorhjólum 355
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.