Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 78
Tímarit Máls og menningar lega eru bækur Malraux og Céline nýstárlegar og frumlegar þó ólíkar séu. Og þó sögur Aragons beri keim af gömlu raunsæisskáldsögunni, er í þeim ljóðrænn tónn sem er ættaður frá árunum þegar hann var súrrealískt skáld. í heild má segja að millistríðsárin öll hafi verið einkar frjósamt tímabil í skáldsagnagerð í Frakklandi. Nafnið Vonin sem André Malraux gaf bók sinni um Spánarstríðið var táknrænt. Þegar hún kom út var enn von til að hægt væri að stöðva heimsstyrjöldina sem menn óttuðust að væri í aðsigi. En árið 1938 voru þær vonirað engu orðnar. Her Francos hafði sigrað lýðveldissinna á Spáni og þjóðarleiðtogar í Evrópu virtust hafa gefist upp fyrir Hitler. Ljóst var að stríðið yrði óumflýjanlegt, og vonleysis- og fáránleikatilfinning grefur æ meir um sig. Verk Kafka og heimspekinganna Heidegger og Kierkergaard öðlast nú fullt gildi og eru töluvert lesin í Frakk- landi. Árið 1938 kemur út skáldsaganLrfN<z//.réé(Ógleðin)eftirJean-Paul Sartre (1905-1980) og fyrstu bækur Albert Camus (1913-1960) koma líka út á þessum árum. í þeim speglast nýr skilningur á manninum og tengslum hans við veröld- ina. Roquentin, aðalpersónan í La Nausée, er einmana og ómannblendinn og hefur ekki raunverulegan áhuga á neinu, talandi dæmi um hversu lífið sé lítils vert. Á stríðsárunum var öll skapandi starfsemi í Frakklandi algerlega háð pólit- ísku valdi, og útgáfustarfsemi undirstrangri ritskoðun, og hún fór sífellt harðn- andi er á stríðið leið. Sumum rithöfundum var algerlega meinað að gefa út bæk- ur, aðrir máttu ekki skrifa í dagblöð og bækur nokkurra voru í endurútgáfu- banni. Menningarvitar Þjóðverja undir forystu Ottós nokkurs Abetz létu loka mörgum útgáfufyrirtækjum og höfðu önnur undir ströngu eftirliti. Aldrei áður á öldinni hafði komið jafn skýrt í ljós að bókmenntirnar voru ekki óháðar sögu- legum atburðum, þær hlutu bæði að hafa áhrifáþáog mótast afþeim. Á tímum sem þessum hlaut skáldverkið að hafa hugmyndafræðileg og siðfræðileg áhrif. Þannig varð rithöfundurinn í hernumdu landi eins konar „opinbereign", maður sem hafði skyldur við samtíð sína. Það skipti máli hvernig hann kom fram, hvernig hann hagaði sér og hvar í flokki hann stóð. Eiginlega skiptust rithöf- undar í þrjá flokka hvað afstöðu til hernámsins varðaði: 1) þeir samþykktu að vinna með Þjóðverjum og gáfu auðveldlega út bækur; 2) störfuðu leynilega með andspyrnuhreyfingunni og gáfu bækur út erlendis eða með leynd í Frakklandi; 3) þögðu og biðu þess að allt gengi yfir. Þjóðverjum var mikið í mun að fá þekkt nöfn í lið með sér til að reyna að viðhalda tálsýninni um bókmenntir óháðar stjórnmálum og tókst það í fýrstu, til dæmis tók Drieu La Rochelle að sér að stjórna hinu virta tímariti millistríðsáranna, La NouvelleRevuefranqaise. En hann hætti fljótlega að geta fengið góða rithöfunda til liðs við sig. Stríðsárin voru því ekki frjór jarðvegur fyrir skáldsagnagerð. Fáeinar merkar 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.