Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 120
Tímarit Máls og mentiingar hann geti ekki skilgreint þá hugsun fyrir sér í orðum (S 17). í Úr snöru fuglaram er eins og einhvers konar lausn á tilvistarkreppu sögumanns sé í sjónmáli. Endaþótt svo segi ekki bein- um orðum fela trúarskoðanir Jakobs, eins og hann tjáir þær menntuðum, trúlausum ameríkana á flugferð yfir hafið, í sér lausn þessarar togstreitu (F 159-60). Þó Jakob hafí kappkostað fram að þessu að flýja upruna sinn og hefja sig upp yfir hann, laðast hann æ meir þangað aftur er á líður og hann sér fjölskyldu sína í nýju Ijósi. Einhverjar fallegustu lýsingar bók- anna fjalla um hana, jafnvel þegar hann leiðir útlenda draumadís og tildurdrós til þessara heimkynna sinna sem hann hefur borið kinnroða fyrir iengst af: Meðan við feðgar leggjum á hestana stendur Carmelita álengdar og horfir með samblandi af vægri furðu og varfærinni kímni á tötrug- an barnahópinn sem er að vasast í kringum okkur og gerir sér dælt við klárana. Ef hún bara renndi grun í hve kær mér þessi höldalegu systkin eru og þessi hispurslausi faðir sem lætur hvorki ástsjúkan son né erlenda pjattrófu raska æðru- leysi sínu eða inngróinni óbeit á hé- gómaskap (F 243-4). Eitt meginefni lokabindisins er von- laust ástarævintýrið með Carmelitu þess- ari. Það verður síðan þetta ástarævintýri sem bjargar sögumanni frá að gerast staðn- aður pokaprestur og gegn fulltrúi þeirrar stéttar sem hann hefur unnið sér þegnrétt í. Sársauki skilnaðarins, sem hann tengir við móðurmissinn, verður honum tilefni til „endurfæðingar", til að brjóta allar brýr að baki sér. Þannig skiljumst við við Jakob á leið yfir hafið, „milli róstugs uppvaxtar- skeiðs og óráðinna manndómsára" (F 292). Þegar litið er til baka yfir þessa upp- vaxtarsögu stingur óneitanlega í augu hversu ójöfn hún er, eins og höfundur hafi ekki frá öndverðu gert upp hug sinn hvers konar sögu hann væri að semja. Allmikið er um ósamkvæmi og óviðkomandi höf- undarinnskot, og er Skilningstréð einkum því marki brennt. Til viðbótar eru ýmis söguefni ónýtt sem fengur hefði verið að inni í frásögninni. En þrátt fyrir þetta hef- ur frásögnin einkennilegt áhrifavald yfir lesandanum. Sigurður A. Magnússon grípur aldrei til ódýrra bragða. Hann gengur vægðarlaust á hólm við viðfangs- efni sitt og tekst einatt best til þar sem efn- ið gerir miskunnarlausastar kröfur og við- kvæmustu málum er hreyft. Frásögnin er borin uppi af ástríðufullri þörf sem gerir hnökrana léttvæga í vitund lesandans. Porleifur Hauksson EFTIRMÁLI REGNDROPANNA Einar Már Guðmundsson: Eftirmáli regn- dropanna. Almenna bókafélagið. Reykja- vík 1986. 235 bls. Eftirmáli regndropanna er skipuleg bók að ytri byggingu: hún skiptist í þrjá hluta, sem nefnast „Skipið í storminum", „Hlát- ursrokur og hjartsláttur" og „Eftirmáli regndropanna". Hverjum þessara hluta er skipt í tvo bálka, en þeir skiptast aftur í tvo, þrjá eða fjóra undirbálka, og þeir aftur í eins konar kapítula. Þetta stigveldi ein- inga er sýnt svo skýrt sem best verður á kosið. Bókin er þannig mjög kosmísk að ytri gerð og fer það í sjálfu sér vel sem and- óf gegn kaótískri innri gerð. Heitin sem einstökum kapítulum, bálkum og undirbálkum (þetta eru mínar nafngiftir) eða hlutum eru gefin, eru skemmtileg, gefa ávæning af efninu og vekja forvitni. Þessi yfirskriftartækni, sem var mikið tíðkuð á 18du og 19du öld, 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.