Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 97
Ariane Þetta stendur svo lengi að hún veit ekki lengur hvað hefur gerst. í hvert sinn sem einhver fer inn í hana, treður sér inn, eykst sársaukinn í líkama hennar og dregur hana niður í botninn á brunninum. Hendurnar merja úlnliði hennar niður í gólfíð, glenna fæturna í sundur. Munnar límast við munn hennar, bíta hana í brjóstin, kæfa andardráttinn. Svo flöktir kertisloginn aðeins meira og drukknar í vaxinu. Þá stöðv- ast allt. Það er þögn, og kuldinn er svo nístandi að Christine hniprar sig saman á dýnunni, það líður yfir hana. Þegar rafmagnsljósið kviknar aftur, sér hún að dyrnar á geymslunni eru opnar, og mótorhjólastrákarnir standa í ganginum. Hún veit að það er búið. Hún stendur upp, klæðir sig, skjögrar út úr geymslunni. Hana svíður í kviðinn og það blæðir úr henni, varirnar eru bólgnar og úttútn- aðar. Tárin eru þornuð á kinnunum með augnháralitnum og farðanum. Þeir ýta henni á undan sér upp steypta stigann. í anddyrinu verður sá stóri með hjálminn og í flugmannsjakkanum einn eftir. Áður en hann fer, beygir hann sig yfir Christine og tekur um hálsinn á henni. „Skepna!" segir Christine, og rödd hennar titrar af reiði og hræðslu. En hann lætur höndina hvíla þungt á öxl hennar. „Ef þú kjaftar frá, drepum við þig.“ Christine sest á tröppurnar úti. Hún situr lengi, hreyfingarlaus, til þess að kuldinn slævi tilfinningar hennar, til þess að næturmyrkrið um- vefji hana og deyfi sársaukann í kviðnum og marðar varirnar. Svo leitar hún á bílastæðinu að bíl með stórum hliðarspegli, og hægt, eins og lítil vandvirk telpa, þurrkar hún augnháralitinn af sér og lagar farðann á blá- um kinnunum. Pórhildur Ólafsdóttir þýddi Rithöfundurinn Jean-Marie Gustave Le Clézio er af mörgum álitinn einn merkasti og sérkennilegasti skáldsagnahöfundur sinnar kynslóðar í Frakklandi. Hann er fæddur í Nice árið 1940. Móðir hans er frönsk en faðirinn Englendingur, afkomandi Bretóna sem fluttust til eyjunnar Máritus á 18. öld. Le Clézio hefur lifað og hrærst í bókmenntum frá blautu barnsbeini. Hann stundaði nám í frönskum bókmenntum og ensku, og fór mjög snemma að skrifa, segist hafa skrifað ótal skáldsögur frá sjö ára aldri. Sú fyrsta sem kom út á prenti þegar hann var 23 ára bar nafið Le Procés-verbal (Ákæruskjalið) og fékk eftirsótt bókmenntaverðlaun, Renaudot- verðlaunin, en slíkt er nánast einsdæmi með svo ungan rithöfund. Bókin vakti gífurlega athygli, og þó finna mætti áhrif frá nýju skáldsögunni í henni var augljóst að fram á rit- völlinn var kominn afar frumlegur höfundur sem vakti ótvíræðar vonir. 359
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.