Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 83
Próun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 tions de Minuit, og voru í eins kápu, tengdu þá saman. Sögurnar voru í reynd mjög ólíkar innbyrðis og áttu það eitt sameiginlegt eins og heitið „nýja skáld- sagan" gaf til kynna, að þær voru í andstöðu við hefðina, voru öðruvísi en það sem áður hafði verið skrifað. En hvað var nýtt, og hvað var öðruvísi? Þessum höf- undum þótti ljóst vera að þó þeir tækju afstöðu til heims- og landsmála á tímum kalda stríðsins breytti það litlu um gang þeirra. Alsírstríðið hafði sinn gang þrátt fyrir kröftug mótmæli rithöfunda og listamanna. Fleira áttu þeir sameig- inlegt, meðal annars langaði þá ekki til „að keppa við þjóðskrána" eins og Nat- halie Sarraute segir, þeir vildu gera persónurnar, söguþráðinn, tíma og svið skáldsögunnar mun óljósari en áður, og gera lesandann ábyrgan fyrir því að end- urbyggja textann sem hann fær upp í hendurnar. Einnig var þeim sammerkt að þeir voru bæði skáldsagnahöfundar og kenningasmiðir. Nýsögumenn áttu sér auðvitað fyrirmyndir, alla sem stundað höfðu nýjungar í skáldsagnagerð, sumarerlendareinsogDostojevskí, Kafka, Virginia Woolfog Joyce, en aðrar franskar. Þar var Proust fremstur í flokki, en aðrir minnaþekktir höfundar eins og Georges Bataille (1897-1962), Michel Leiris(1901-) og Maur- ice Blanchot (1907— ) hafa sjálfsagt einnig haft áhrif á þá. Samuel Beckett (1906—) vakti líka athygli þeirra, og eins Raymond Queneau og Boris Vian sem fyrr voru nefndir. Ef til vill má telja Nathalie Sarraute frumkvöðul nýsögunnar, þótt lengst af hafi minna verið með hana látið en Robbe-Grillet. Hún byrjaði að skrifa fyrir stríð (Tropismes, 1939) og hefur æ síðan í bókum sínum kannað það sem hún kall- ar „tropismes", og skilgreinir sem óljós viðbrögð eða hreyfingar sem verða innra með fólki, undir yfirborðinu, og sem breyta sambandi og afstöðu manna á milli. Sarraute var með þeim fýrstu af nýsögumönnum til að setja fram kenningar um að gamla raunsæisskáldsöguformið væri úrelt með öllu. Ritgerðum hennar um það efni var safnað saman í bókina L’Ere du Soupqon (Tími grunsemdanna, 1956). Þar telur hún að nútímalesandi viti of mikið til þess að hann geti sætt sig við hina gömlu raunsæisfrásögn. Hann sé búinn að kynnast kenningum Freud, lesa Proust og Joyce og geti ekki lengur samþykkt að fullkomnar, alskapaðar per- sónur stökkvi út úr penna höfundar, maðurinn hljóti að vera flóknari en svo. Þó höfundurinn telji sig vita hvernig ákveðin persóna er, veit hann í raun og veru næstum ekkert um hana. Sögur Nathalie Sarraute minna um margt á Proust. Þær gerast í borgaralegu umhverfi, meðal menntaðs fólks sem vill vera menningarlegt og fjallar um sam- bandið milli þess, hvernig sumir útiloka aðra eða drottna yfir þeim á meðan hin- ir eru undirgefnir og neyddir til að dást að drottnurunum. En texti hennar er sérstaklega persónulegur þó verkin séu full af tilvitnunum í aðra bókmennta- texta. Hún er snillingur í að ljóstra upp um persónur með því sem hún lætur þær segja, lætur þær tauta við sjálfar sig um leið og þær tala við aðra og þá skilur les- TMM VI 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.