Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 6
Berglind Gunnarsdóttir Er ljóðið glataður tími? (— eða til verndar skáldskapnum) En cg bið um að mér sc vcitt lausn frá tómi sálarinnar, hinu hluttcktarlausa og ónæma, scm sér ckki ljósið, finnur ckki loftið né vatnið né jörðina . . . Sigfús Daðason Ljóðið er á frábæran hátt eins og galdur, fullt af leik og andstæðum, í ljóðinu blundar eðli barnsins. Þess vegna halda menn að það skipti litlu máli og skáka því inn í þröngan bás sem þeir kalla fagurfræði og bókmenntir og reisa um hann múr. En af því Ijóðið hefur sig yfir takmörk hins hagnýta lýtur það einungis eig- in lögmálum. Það neitar að vera afskipt eða munaður og vill fá að taka þátt í líf- inu. Og það er í senn gleymska og viska, flótti og barátta. Það er ekkert og það er allt. Það er galdur. Án þess að eiga hlutdeild í þessum galdri væri manneskjan óumræðilega snauð og lítilmótleg. í ágætri blaðagrein Ólafs Gíslasonar um myndlistarsýningu barna síðastlið- inn vetur var greint frá kenningu Platons um að listrænt uppeldi barna væri for- senda fyrir alhliða þroska mannsins. Að tilfinningin fyrir hinu fagra væri bráð- nauðsynleg til þess að maðurinn gæti greint rétt frá röngu. Að tilfinningin fýrir hrynjandi og formi væri lykill að allri æðri visku og þroska, og að þeim sem ekki skynjaði fegurðina og hrynjandina í náttúrunni jafnt og í hinum fögru listum væri fyrirmunað að rata þá leið er leiddi til farsæls lífs og frjósams skilnings á manninum og umhverfi hans. Þessi skilningur Platons er vissulega í andstöðu við lögmál hinnar hreinu vísindahyggju sem svo mikil áhersla er lögð á í dag, en hún setur mark sitt á allt uppeldi okkar og mannlegt líf. Verst er ef vísindahyggjan heilaþvær skynsemi okkar þannig að hún afneiti að lokum galdri ljóðsins. Vísindaleg rökhugsun er takmörkuð og gengur eftir beinum brautum en greinir ekki öngstræti sálarlífsins, þess vegna þvingar hún ljóðið og listina út í horn. Og mannleg skammsýni og takmörkun hjálpar líka til. En fýrst og fremst geðjast ekki guði fjármagnsins að Ijóðinu; enda hentar því einfaldlega ekki að standa í harðsnúnum kaupskap, það er of smátt í rúmmáli en of stórbrotið í gerð sinni. Þess vegna ferðast ljóðið frjálst eftir eigin leiðum um leynda vegi undirmeðvitundarinnar og lífeðlisfræðingarnir hafa enn ekki komið auga á það þrátt fýrir allar smásjárnar. En um síðir brýst það upp á yfirborðið 268
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.