Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 102
Tryggui Emilsson
Húslestrarbók
Bókahillan mín, illa tilrelgd, fátækleg að ytri sýn, geymir samsafn örfárra bóka
óvalinna, bóka sem af tilviljun hafa fundið sér stað hver við annars kilju, gamlar
bækur allt frá ungdómsárum, misgamlar, ólíkari að efni en útliti. Fyrir mér
verður bók sem lesin var mér við eyra svo ég heyrði, fyrir augum mér svo ég sá á
þeim árum sem ég var hrifnæmastur og fegnastur lifandi orði. Bókin er Vída-
línspostilla. Af hennar blöðum voru lesnir húslestrar á sunnudögum og hátíðis-
dögum allt árið um kring, í baðstofunni sem var heimili mitt í nokkur ár á öðr-
um tug aldarinnar. Sú baðstofa stóð þá uppi fremst byggðra bóla í djúpum dal,
dimmum á vetrin, björtum á sumrin, í dal þar sem flestir kotbæirnir eru lagstir
undir græna torfu.
Fáar bækur voru til í kotinu og flestar slitur eitt, nýjar bækur voru sjaldséðar,
engin blöð eða tímarit voru keypt, svo var bóndinn snauður af veraldarauðnum.
Gestakomur voru strjálar, fréttir seinteknar, bókaramennt svo til utangarðs. En
Húss-postilla Jóns biskups var til, bók í traustu skinnbandi, ellefta útgáfa og
því 100 ára á öðrum tug aldarinnar, mjög bar hún merki mikillar handfjöllunar.
Þessi húslestrarbók var höfuðprýði baðstofunnar, hún var brunnur sem aldrei
þvarr þó ausið væri af. Gamla biblían sem eitt sinn hafði verið virðuleg bók, var
orðin að fúahrúgu í snæriskrossbandi og geymd í rúmshorni til fóta, en einu
gilti, Vídalínspostilla var talin ganga henni næst að virðuleik.
Fráþví að Vídalínspostilla kom fyrst áprent og til þess tíma að innihald henn-
ar féll mér fyrst að eyrum voru liðnar tvær aldir, og er það til marks um hylli
orðsins meðal alþýðu, að tólf sinnum var hún prentuð og útgefin, þar af tíu sinn-
um í Hóla prentverki, fyrst 1718-20, síðan í Kaupmannahöfn. Ekki orkar það
tvímælis að postillan var tímamótaverk, sem lengi mun bera fullt nafn í sögunni
meðal guðsorðabóka. Sú Vídalínspostilla sem ég hefi á borðinu fyrir framan
mig, er virðuleg bók að ytri gerð, heilleg í flúruðu skinnbandi, hún er prentuð í
Kaupmannahöfn á árunum 1828—29, tveir partar innan sömu spjalda. Á titil-
blöðunum stendur: Magister Jóns Thorkelssonar Vídalíns Hússpostilla inni-
haldandi predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll árið um kring. Bókin
er tileinkuð hinni dýrkeyptu Jesú Kristí brúði, kristilegri kirkju guðs á íslandi,
og biður biskupinn íslensku kirkjuna að þiggja þennan lítinn skeink af hinum
aumasta þénara síns brúðguma. í stuttri forsögn segir biskupinn fýrir hvernig
lesa skuli.
Jón biskup Vídalín var fæddur í Görðum á Álftanesi 1666. Hann var stórætt-
364