Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 55
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?“ fræðingar telja hið klassíska súbjekt vera „karlkyns" — hvert svo sem kyn hlutað- eigandi einstaklings er. Svokallaðar raunsæisbókmenntir hneigjast til þess að byggja textann sinn á þessari hefðbundnu stöðu sjálfsins gagnvart tungumálinu jafnframt því sem þær samþykkja að verulegu leyti þann táknforða sem fyrir er í hinu viðtekna merk- ingarkerfi. Einungis í þessum skilningi er hægt að segja að realismi byggist á „endurspeglun" vemleikans. En franski bókmenntafræðingurinn Roland Barthes hefur bent á annað grundvallaratriði þeirrar hefðar sem nefnd hefur verið real- ismi, atriði sem oftast er vanrækt, t.d. í frásagnarfræðilegum rannsóknum. Þetta er allt það safn smáatriða, hluta umhverfis, sem lýst er eða minnst á í raun- sæislegum textum án þess að þau hafi nokkuð að segja fyrir framrás sögunnar eða samskipti persóna í henni. Það eru þessi atriði sem skapa „raunveru-áhrifin" í slíkum textum og verða iðulega til þess að réttlæta söguþráð sem er ólíkindaleg- ur, ævintýralegur, og því óraunscer í þeim skilningi orðsins.16’ Þetta gera smáat- riðin einmitt með því að sýnast ekki bera neinn merkingarþunga í táknmiði sínu, þau bara eru þarna, en þannig öðlast þau líka annað megin-táknmið, því þau bera okkur skilaboðin: Petta er raunveruleikinn. Það má segja að þau vísi jafn- framt til þeirrar hlutgervingar umhverfls okkar sem við teljum eðlilega í nú- tíma-samfélagi; þau eru „dauðir hlutir" en um leið trygging þess að hver hlutur sé á sínum stað. Þannig halda þau utan um frásögnina og eru ein meginstoð hins nauðsynlega „kyrra“ baksviðs sem atburðir realískrar sögu þurfa á að halda. „Raunveru-áhrifin" skapa því það jafnvægi í sögunni sem tryggir slysalausan skilning lesandans. Slíkt jafnvægi er hins vegar sjaldan að finna í skáldverkum Thors Vilhjálmssonar, og það er tvímælalaust þetta, ásamt niðurbroti annarra klassískra sögueinkenna eins og áður gat, sem gerir Thor að „erfiðum höfundi". Smáatriðin fá ekki að vera „dauðir hlutir'; þau fá ekki að liggja hljóðlát sem um- merki veruleika í sögu, heldur lifna þau við, ef svo má segja, og verða til að trufla söguna. Slíkt gerist á tvennan máta: annars vegar er staðnæmst við smáatriðin og þau athuguð nánar og stundum æ nánar, ýmsu lýst betur og annað áréttað — uns þau eru orðin að „aðalatriðum" án þess að sagan virðist réttlæta slíkt. Þetta hefur í raun tvíeggjuð áhrif; það kann að virðast sem textinn sé að útmála áður- nefnda hlutgervingu umhverfisins, en einnig má segja að þetta leysi hlutina undan merkingarleysi þeirra: allt kviknar og býður upp á merkingu. Þetta teng- ist hinni afleiðingunni af truflun sögunnar: þegar smáatriðin hafa rofið söguna þá bjóðaþau látlaust uppá önnur tengsl en þau sem söguþráður krefst, ein mynd kveikir aðra sem kann að vera allt annars eðlis. Mig langar að taka dæmi sem sýnir þetta tvenns konar vitundarflakk mjög skýrlega; annars vegar hvernig textinn kafar æ nánar eða dýpra í myndefni sitt, en hins vegar hvernig sérhver myndræn tengsl geta orðið til þess að hann rásar 317
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.