Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 53
„Er ekki nóg að lífið sé flókið?" Maðurinn svaf í tjaldi sínu. Konan sem elskaði manninn stóð yfir honum og horfði á hann sofa. Svo brá hún sveðju sinni og hjóafhonum höfuðið. Pegar það féll frá bolnum var eins og hún dæi en ekki hann því að hann var sofandi en hún vakandi.11" Þetta er merkingarrík lýsing sem kallar á sálfræðilega túlkun, án þess að ég ætli að útfæra hana til fulls. Afhausunina má skoða sem eitt afbrigði vönunar (ef til vill sem hina „fullkomnu" vönun), en hræðslan við vönun - glötun getu og valdatákns - er einn af viðbúnum geðhnútum karla samkvæmt kenningum Freuds.10 En jafnframt er sveðjan, sem höggvið er með, reðurtákn - sem hér er í hendi konu. Sögubrot þetta er draumkennt eins og bókin í heild og ein leið til að túlka það er að hér sé sjálfsmynd karlmanns klofin í tvennt - fyrir tilstilli „kvenlegs" afls. En jafnframt er það konan sem „upplifir" dauðann, því hún er „vakandi" en hann er „sofandi", rétt eins og þessar aðfarir breyti engu um svefn- inn. Þetta tel ég að geti hjálpað okkur að tengja þann titil sem hefur vilja loða við allt höfundarverk Thors - Maðurinn er alltaf einn - þeirri karlmynd sem verk hans hafa að geyma. Ef við lítum á hina klassísku karlímynd, þá má segja að karlmaðurinn hafi löngum verið einn, því sá sem valdið hefur er alltaf einn. En einsemd karlsins í verkum Thors hlýst af því að þegar hann hefur glatað óskor- uðu valdi yfir veröldinni er hann einn í höfði sér, í vitundinni. í Maðurinn erallt- af einn kemur hvað eftir annað fram ótti manns við að verða „gripinn út úr með- vitundarleysi fjöldans" (36), hann „gengur um fylltur ótta við sína eigin hugs- un, hún má ekki losna, verð að binda hana, ekki hugsa hvernig, ekki hugsa hvað, ekki hugsa, — aðeins hugsa lítið smátt og dreift, ekki leysa hugsun- ina . . (32). En merkingarleit mannsins og ónóg stoð af ótvíræðum ytra veruleika veldur því sífellt að honum tekst ekki að hafa stjórn á vitund sinni. Eins og við sjáum í öllum skáldskap Thors leiðir þetta jafnvel til efasemda um að eigin lífsreynsla eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. „Vorum við aldrei í lest á stóru skipi? eða er þetta annað vitundarsvið? jafnvel önnur vitund sem nú lifir?" eins og spurt er í þriðju bók Thors, Andlit íspegli dropans,121 en tvíræðni þess titils er ein- mitt dæmigerð fyrir þessa sundurlausn vitundar: er um eitt andlit að ræða eða mörg? Sjálfsmyndin sem við merkjum í speglum umhverfis á það til að marg- klofna eðaþá tvístrast rétt eins og dropi. Það sýnir ef til vill best hversu ríkt ein- kenni þetta er á skáldskap Thors að það setur jafnvel svip sinn á ferðasögur „hans sjálfs", eins og við sjáum til dæmis í Svipir dagsins, og nótt - þar sem ferðalangur- inn, sem hér er fyrst nefndur í annarri persónu en síðan í þriðju, situr eitt sinn að kvöldi ferðadags og glímir við að ríma saman ferðamyndir og sjálfsmynd: „Sérðu kannski ekki húsin? Sérðu ekki vatnið streyma og streyma? Hvað viltu sjá? En þegar hann finnur að hin fjarlæga mynd úr minnisdjúpunum er komin of nærri 315
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.