Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 99
Ariane
tímaskyn, verður hálf ruglaður og finnur auðvitað aldrei neitt. En sagan er hinn fegursti
óður til náttúrunnar, sjávar og lands, og fordæming á þeim auðvaldsöflum sem hika ekki
við að fórna henni fyrir stundargróða.
Á síðustu fjörutíu árum hefur margt verið rætt og ritað í Frakklandi um formgerð og
hlutverk skáldsögunnar, og margir rithöfundar hafa talið að þyrfti að breyta henni og
sumir reynt það, jafnvel á mjög róttækan hátt. Le Clézio hefur orðið fyrir einhverjum
áhrifum af þessari umræðu, til dæmis hvað formið snertir, því hann notar ýmsa óvenju-
lega frásagnartækni svo sem auglýsingar, teikningar eða vísur sem hann skýtur inn í text-
ann. Eins byrjar hann oft kafla í miðri setningu svo lesandi er nokkra stund að átta sig á
hvar hann er staddur. Persónur hans eru gjarnan nokkuð óljósar og lesandi fær ekki mikið
um þær að vita. Lýsingar á umhverfi í borgum eru oft mjög ýktar svo borgin birtist eins
og í draumi eða martröð. Þó virðist Le Clézio hafa litlar áhyggjur af því að vera nútíma-
legur. Hann telur að milli höfundar og lesanda þurfi fyrst og fremst að myndast sterkt
samband. { viðtali sem birtist við hann í franska bókmenntatímaritinu Aíagazinelittéraire
í maí 1985 segist Le Clézio nota sögur og persónur meir í bókum sínum en áður: „af því að
mér virðist að skáldsögur sem segja sögu samræmist best nauðsyn þess að skrifa, sem er
nauðsyn þess að skapa goðsagnir. Þá er maður næst þeirri stund þegar lesandinn og sá sem
skrifar ná hvor til annars. Líkt og í leikhúsinu, á tímum Grikkja."
Le Clézio hefur ávallt verið allvinsæll höfundur meðal almennings og bækur hans selst
vel, enda er stíll hans þrunginn seiðmagni sem nær sterku valdi á lesanda.
Sagan Arianeer tekin úr smásagnasafni sem út kom árið 1981, La Ronde et autres faits di-
vers (Rúnturinn og annað fréttnæmt). Þar spinnur hann sögur í kringum fréttir sem hann
hefur lesið í dagblöðunum, fréttir af slysum, ránum, nauðgunum og öðrum raunalegum
viðburðum.
(Þýðandi)
TMM VII
361