Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar um tilgagns nema vopnaframleiðendum. Frægastaskáldsaganskrifuðútfráþeim sjónarhóli er Le Feu (Eldurinn, 1916) eftir friðarsinnann Henri Barbusse (1873— 1935), en hún var reyndar samin meðan á bardögum stóð. Aðrir reyndu að finna eitthvað jákvætt í hildarleiknum, töldu að þar hefðu menn lært að sýna hetjuskap og bindast bræðraböndum. Af þeim má nefna Henry de Montherlant (1896— 1972) og Drieu La Rochelle (1893-1945). Enn aðrir sýndu stríðstímann út frá sjónarhóli þeirra sem ekki tóku þátt í stríðinu, lýstu jafnvel hinu ljúfa lífí sem stundað var að baki víglínunnar. Sagan Le Diable au corps (Með Skrattann í skrokknum, 1923), eftir rithöfundinn unga Raymond Radiguet (1903—1923), segir frá ástasambandi hermannskonu og 16 ára unglings. Hún olli geysilegu hneyksli og varð metsölubók eftirstríðsáranna. En menn kusu helst að gleymaþessum erfiðu árum. Grámyglulegt hversdagslíf eftirstríðsáranna, upplausn og efnahagsörðugleikar í þjóðfélaginu hvöttu fólk til að skemmta sér og flýja raunveruleikann. Skáldsögur frá þessum tíma gerast gjarnan í veröld sem er eins ólík heimi miðlungsmanns eftirstríðsáranna og hugs- ast getur. Stundum í ímynduðum eða fjarlægum heimi eins og hjá ævin- týrasagnahöfundinum Pierre Benoít (1886—1962) sem var sennilega mest seldi höfundurinn á þessum árum.91 Stundum í lúxusheimi ríka fólksins eins og hjá Paul Morand (1888-1976) sem lætur söguhetjur sínar veraáeilífum ferðalögum, í hótelum, farþegaskipum og lestum með fullar hendur fjár, en þó er undirtónninn í verkum hans dapur. Sumir láta skáldsögurnar gerast í sveit og lofsyngja sem ákafast samband manns, náttúru og dýra (Maurice Genevoix, 1890—1980, Jean Giono, 1885-1970). Með því að gera uppreisn gegn fáránleika tilverunnar og meðalmennskunni, sköpuðu súrrealistar sér líka sinn eigin heim, öðruvísi en þann sem í kringum þá var. En aðalforsprakki súrrealismans, André Breton (1896—1966), var ekki hrifinn af skáldsögunni sem bókmenntagrein, nema því aðeins að skilgreiningu á henni væri gerbreytt. Hann fordæmdi raunsæisskáldsöguna og taldi að skáldlegur inn- blástur ætti fullan rétt á sér, eins og sjá má í sögu hans, Nadja, frá árinu 1928. Sumir telja reyndar að Nadja sé alls ekki skáldsaga, heldur sjálfsævisaga þar sem draumurinn gerir innrás.HI) En þó menn vilji almennt ekki ganga jafn langt og Breton í breytingum á skáldsögunni, verður hún á þessum árum mun sveigjan- legri og ljóðrænni en áður, og má í því sambandi nefna jafn ólíka höfunda og Col- ette (1873—1954), Giono og Giraudoux (1882—1944), jafnvel Franqois Mauriac (1885—1970) og sálarlífslýsingar hans. Margir héldu að skáldsagan sem slík væri búin að vera og til væri orðin einhver ný bókmenntategund: „Menn héldu að það væri raunsæið sem hefði skapað nútímaskáldsöguna og að skáldsagan væri gerð fyrir raunsæið", segir Michel Raimond.1” En franska skáldsagan var bara að byrja að laga sig að breyttum heimi. Og um- ræðan um hana á þriðja áratugnum kom ekki aðeins til af breyttum þjóðfélags- 334
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.1987)
https://timarit.is/issue/381151

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.1987)

Aðgerðir: