Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 13
Adrepur ráðandi skynsemi - en um þetta fjalla ég nokkuð í Skírnisgrein minni. Bók- menntasaga er líklega oftast einhverskonar saga, en hún má gera ráð fyrir því að tími bókmenntanna sé stundum tímaskekkjan. I hinu félagslega samhengi snúast Bréf til Láru og Vefarinn mikli gegn samtíma sínum m. a. með því að vera tímaskekkja í heimi sem treystir á sögulegar samfellur. Frá því sjónarmiði eru þessi verk á undan tímanum og þau eru líka einskonar opinberunarbækur; þær spá í framtíðina. Islenskt bókmenntalíf var býsna lengi að elta þessar bæk- ur uppi og kannski hefur tími samfélagsins aldrei náð þeim. Að áliti Halldórs verður sá sem skrifar bókmenntasögu að vera einarður í gæðamati sínu á einstökum verkum. Hann verður að meta hvort bækur séu „merkileg bókmenntaverk" einsog til dæmis Vefarinn og Bréf til Láru, þótt gallar þessara verka séu „stórir í sniðum einsog allt annað við þessi verk“ (201). Ur hvers konar dómarasæti er talað hér; hvert er viðmiðið að baki þessu gildis- mati? Það skyldi þó aldrei vera að það séu hinir „stóru gallar“ þessara verka sem gera þau merkileg? Ekki fæ ég betur séð en Halldór gefi í skyn að fjögur módernísk verk, sem ég nefni í grein minni, nái ekki máli hans sem „merkileg verk“ (201). Eg geri mér fulla grein fyrir því að Ástarsaga eftir Steinar Sigur- jónsson, svo ein þessara bóka sé tekin sem dæmi, er stórgallað verk frá vissum fagurfræðilegum sjónarhóli. Kannski les ég sum verk, t.d. klassískar skáldsögur, að einhverju leyti frá þessum sjónarhóli, en ekki bók Steinars. Sú bókmennta- saga íslensk sem sniðgengur Ástarsögu er fátækari fyrir vikið. Enginn getur hafið sig yfir gildismat og smekk. En það er brýnt að gera sér grein fyrir hvernig gildismat og smekkur eru til orðin - og þar vakna sannar- lega spurningar um samhengi. Til skamms tíma virtist til dæmis fullkomlega eðlilegt það gildismat sem útilokaði kvenhöfunda frá hverskonar bókmennta- umræðu. Það eru ekki síst femínistar sem hafa sýnt fram á að gildismat er aldrei „eðlilegt“, það er aldrei neitt sjálfgefið við það hvernig það skilur frá „góð verk“. Sumir bókmenntafræðingar skrifa fyrst og fremst um verk eða höfunda sem falla að smekk þeirra. En þeir sem fást við bókmenntasögu í víð- ara samhengi verða að geta skynjað hvernig verk eru „merkileg“ þótt þau séu ekki „góð“ samkvæmt smekk fræðimannsins eða ríkjandi gildismati. Um hugtök I grein minni gagnrýndi ég Halldór Guðmundsson töluvert fyrir það hvernig hann beitir meginhugtökum sínum, einkum hugtökunum „menningarbylting“ og „aldamótamódernismi“ og bendi m.a. á að hann skilgreini þau illa. Hugtök eru ein helstu verkfæri fræðimanns, þau eru skýrustu tjáningarform þeirra kenninga sem hann vinnur með eða fjallar um. Með hugtökum er umræðan hnitmiðuð og þannig verða þau einskonar lyklar að skilningi á viðfangsefninu. I hugtökum býr þannig oft mikið vald; hugtökum er beitt til að afmarka við- fangsefni og setja þau í visst samhengi. Það er því brýnt að fara af vandvirkni 275
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.