Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 19
Adrepur 32); Reykjavík var ekki lengur „hallærislegt þorp“ heldur „evrópsk stórborg í vasabroti",10 enda voru íbúar „alltént orðnir 25 þúsund“ þegar Bréf til Láru kom út (Loksins, bls. 18). En þessi 25 þúsund manna bær er ekki borg, hvort sem hann er nefndur „stórborg í vasabroti" eða einhverjum öðrum nöfnum. Módernismi umræddra verka verður ekki skýrður með hliðsjón af íslensku borgarlífi. Vissulega stækk- ar Reykjavík jafnt og þétt á fyrstu áratugum aldarinnar og verktækni og sam- búðarhættir þróast með vaxandi þéttbýli. En menningin verður ekki þarmeð borgarmenning og þetta sést best þegar við hugum að þeirri afurð menningar sem kölluð hefur verið heimsmynd. Grunnþættir í heimsmynd Islendinga á þriðja áratugnum, hvort sem þeir bjuggu í Reykjavík eða ekki, voru enn af toga sveita- og dreifbýlissamfélagsins. Og það var á vettvangi og forsendum sveita og þorpa en ekki borgarlífs sem flestir íslenskir höfundar fengust við við- fangsefni sín og skáldskaparmál og héldu áfram að gera það - vel að merkja einnig Halldór Laxness - lengi eftir að Vefarinn og Bréf til Láru komu út. Þetta tengist svo aftur umræðunni um tilurð og hlutverk viðmiðs, ríkjandi sköpunaraðferða, í bókmenntum. Eg býst raunar við að félagsleg og söguleg athugun gæti gagnast okkur við að skýra hvers vegna ekki varð til nýtt afdrifa- ríkt viðmið að hætti Bréfs til Láru og Vefarans mikla fyrr en nokkrum áratug- um eftir að þessi verk birtust. Tilvitnanir og athugasemdir: 1. Sbr. Tímarit Máls og menningar, 1. og 5. hefti 1983, 4. hefti 1984 og 3. hefti 1987; og greinina „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn“, Skírnir, hausthefti 1988, bls. 273-316. 2. Þótt hefð sé fyrir því að menn svari tímaritsgreinum í sama riti kaus Halldór að svara Skírnisgrein minni í Tímariti Máls og menningar. Eg er meðritstjóri Skímis þegar þetta er skrifað en tel rétt að svara Halldóri í TMM til að ekki sé hægt að líta svo á að tilteknir fræðimenn og skoðanir þeirra séu bundnir ákveðnu málgagni. 3. Sjá umfjöllun á bls. 274, 276-280, 282, 288-289 og 292-293. Þessar síður eru að sjálfsögðu alls ekki takmarkaðar við slíka umfjöllun. I langri aftanmálsgrein á bls. 312-314 gagnrýni ég síðan notkun Halldórs á hugtakinu „menningarbylting". 4. Vilji menn hampa einstökum textum sem „upphafsverkum“ íslensks módern- ísma á „Sorg“ Jóhanns Sigurjónssonar kannski einna helst tilkall til þeirrar nafnbót- ar, því þótt ljóðið birtist ekki fyrr en 1927, þ.e. alllöngu eftir dauða skáldsins (1919), er talið að það sé ort 1908-09. 5. Hér hef ég ekki talið íslensk-skandinavísku höfundana sem ekki skrifuðu jöfn- um höndum á íslensku (einsog Guðmundur Kamban gerði). Verk sem kunna að skipta miklu máli í bókmenntasögunni voru sum ekki þýdd á íslensku fyrr en í lok þessa tímabils þótt þau væru samin löngu fyrr, t.d. skáldsögur Gunnars Gunnars- sonar, Fjallkirkjan (á dönsku 1923-28, ísl. 1941-43) og Vikivaki (d. 1932, ísl. 1948). TMM II 281
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.