Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 37
Brotin heimsmynd markmið sitt ákveður hann að hefja nám í Kennaraskólanum en þar ímyndar hann sér að mönnum sé kennt að ráða lífsgátuna og hann muni eiga dýrðlega daga í vændum: Að hugsa sér, guð minn almáttugur, hvað maður yrði fullkomin manneskja af að horfa með eigin augum kannski á eins lærða djúphyggjumenn og Bjarna frá Vogi vera í þrjá vetur að opna fyrir manni hvern leyndardóm til- verunnar öðrum furðulegri! (0:8) Hann verður þó fyrir miklum vonbrigðum með námið þegar hann upp- götvar að í skólanum er fátt annað á námsskrá en einhver „selvfölgelighed“ (0:20) sem koma ráðningu lífsgátunnar lítið við. Hann heldur samt áfram námi og fer að stúdera skáldskap og stjörnuvís- indi. Hann eignast líka nýja vini sem deila með honum áhugamálum og lífsmáta og smám saman tekur hugmyndaheimur hans breytingum; hann fer að sjá veröldina í nýju ljósi. Hann fer að skynja sjálfan sig sem mikil- menni, snilling snillinganna, og fyrirlíta þann hversdagslega og lítilláta sjó- mann sem hann áður var. Þessi sjálfsskilningur hefur síðan yfirhöndina hjá honum, bæði í íslenzkum aðli og því sem eftir er af Ofvitanum. Hinn nýi hugmyndaheimur Þórbergs unga einkennist öðru fremur af tvíhyggju (dúalisma), sem hefur verið ríkjandi hugsun í vestrænni menn- ingu í árhundruð. Tvíhyggjan hefur lengi tengst kristinni kirkju og þeirri heimsmynd sem trúin hefur byggt á, en hún felur í sér hugmynd um að heimurinn sé saman settur af ósættanlegum andstæðum sem vinna hvor gegn annarri.81 heimsmynd trúarinnar hefur tvíhyggjan birst skýrast í and- stæðunni milli drottins og djöfulsins, sem eru persónugervingar annarra andstæðupara; góðs og ills, réttlætis og ranglætis, skapara og niðurrifs- manns o.s.frv. I sérhverju þessara para stendur annar þátturinn fyrir hið æðra og það sem ber að stefna að en hinn þátturinn er tákn hins óæðra og gjarnan um leið ríkjandi ástands. Þessi afstaða pólanna tveggja kemur greinilega í ljós ef athyglinni er beint að stöðunum sem þeim eru ætlaðir í heimsmynd kirkjunnar: Himnaríki sem er uppi og fjarlægt en helvíti sem er niðri og nálægt - leiðin til himnaríkis er löng og torsótt en aftur á móti litlum erfiðleikum bundið að komast til helvítis. Sögupersónan Þórbergur þráir að komast úr hlutverki „skítkokksins" sem hann kallar svo, í hlutverk spekingsins. Skítkokkurinn er tákn alls þess sem hann vill stefna frá, forðast og yfirgefa, svo sem ófrelsis, ófullkomleika og hversdagslegs lífs; raunveruleikans. Imynd spekingsins stendur aftur á móti fyrir það sem Þórbergi unga finnst eftirsóknarverðast í lífinu, spekingurinn er frjáls og fullkominn og hann er öðruvísi en allir aðrir. Þessir tveir „menn“ sem eru persónugervingar mismunandi afstöðu til 299
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.