Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 41
Brotin heimsmynd byrjað þitt nýja líf með því grundvallaðra og þróttmeira hatri á holdsins lystisemdum. (0:189) I lýsingu á aðdraganda þessarar fyrstu kynlífsreynslu Þórbergs unga er margt fleira í sama dúr; þar er blandað saman ýmsu sem ekki er vanalegt að nefna í sömu andrá. Þórbergur reynir til dæmis að sefa kvíða sinn og ótta við hina þráðu líkamlegu snertingu með því að fara með bænavers og kvæði Einars Ben. Athöfnin sjálf fer svo fram í kirkjugarði, þar sem Þór- bergur og vinur hans gera hitt með Seltjarnarnessfraukunni og eftirmálinn er þessi: „Við litum út eins og guðrækið fólk, sem siðlar í andakt heim úr kirkju." (0:203) Sambærileg dæmi mætti nefna úr íslenzkum aðli, til að mynda þar sem segir frá viðræðum Þórbergs og Stefáns vinar hans frá Hvítadal. Þeir eru að ræða um ástina og Stefáni ber ekki saman við sjálfan sig um hvort hrein ást geti verið holdleg eða ekki, það er að segja hvort líkami og sál séu örugg- lega ósættanlegar andstæður, en sú er að minnsta kosti ekki raunin í tali hans; hann spyr Þórberg um Elskuna hans um leið og hann biður til guðs: Hefur hún falleg brjóst?. . . Drottinn upp lyfti sínu augliti yfir mig og gefi mér sína náð. Amen . . . Eru falleg brjóstin á henni? (1:150) A þennan hátt er iðulega blandað saman í stílnum því sem á engan hátt get- ur farið saman í hugarheimi Þórbergs unga. Öll þau verðmæti sem hann þekkir eru „húðflett og kalóneruð", en hið líkamlega sem hann vill helst ekki vita af er í staðinn hvað eftir annað dregið inn í umræðuna þar sem það virðist síst eiga við. Nægir hér að nefna „hin rassmiklu orð“ í skáld- skap Einars Ben. Með þessu er heimsmynd tvíhyggjunnar dregin í efa og skopast að henni. Hefðbundnar sjálfsævisögur þjóna þeim tilgangi að koma reglu á óreiðuna í eigin lífi og það er gert með skipulegri og línulegri frásögn. En um leið er fortíðin sett á stall, þar sem hið hversdagslega og líkamlega er útilokað en aðeins hið sögulega fær rúm. Þannig verður fortíðin að kosm- ískri heild og í andstöðu við nútíðina sem alltaf er kaotísk og ómögulegt að henda reiður á. Þessi gerð sjálfsævisagna gengst því inn á heimsmynd tvíhyggjunnar og samþykkir um leið bókmenntahefðina. A yfirborðinu eru Ofvitinn og íslenzkur aðall brot úr sjálfsævisögu, endurminningar um æskuna eða þroskasögur og sögumaðurinn lætur sem það sé ætlun hans að segja slíkar sögur. En hann fer þó allt aðra leið en tíðkast í hefðbundnum sjálfsævisögum. Hann segir ef til vill frá fortíð sinni til að ná tökum á henni og skilja hana, en hann lítur ekki á hana sem lokaða heild þar sem allt er í röð og reglu. Þvert á móti er sú sjálfsmynd sem hann 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.