Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 82
Tímarit Máls og menningar Jónas bíður vikum saman eftir því að hann hafi tíma fyrir Islandslýsinguna: „Ogæfan er að verkið okkar Steinstrúps, sem ég fyrir mitt leyti er næstum búinn að fullgera er enn of langt undan landi til þess að ég geti stutt mig við það. Hann situr nú í öðru og verður ekki rifinn úr því þennan né næsta mánuð.“16 A meðan liggur Jónas uppi á kjarnafjölskyldu Steenstrups; í heimili eru kona Steenstrup, lítil dóttir og mágkona. Hann er utanveltu, ófullnægður, einmana — og hundleiðist. Vorið 1844 fer hann aftur til Kaupmannahafnar og á þá ár eftir ólifað. Eftirmæli hans um Soro, þegar komið er til Hafnar, eru þessi: „Saurar sjálf- ir liggja lágt, og loftið er þar óhollt og þokusælt, en fallegt er þar í kring. Andinn í bænum er heldur en ekki smákaupstaðarlegur, og ekki held ég vísindi geti vel þrifist, nema í stórborgum eða þá fyrir einstaka menn í sveitaró."17 Var Jónas jafn misheppnaður og utanveltu í Soro og hér hefur verið lýst? Kannski — kannski ekki. Þeir sem hafa trúað á sæluvistina í Soro (þrátt fyrir ummæli Jónasar hér að ofan) hafa bent á að í Soro orti hann kliðmjúk og glaðleg kvæði, þar á meðal sonnettuna yndislegu: Ég bið að heilsa og Dalvísu. Dalvísa er skrifuð undir bragarhættinum triolet18 og Halldór Laxness segir um hana: „Dalvísur hans eru fremur safn af hliðstæðum ljóðlínum en kvæði, því þar er hvorki upphaf né endir og eingin stígandi; þær eru eins- konar litaníukennd upptalning á þeim táknum sem gera sálarlíf dalbúans."19 Hvað á Halldór við með „litaníukennd"? „Litanía" er bænasöngur, víxl- söngur prests og safnaðar (Drottinn sé með yður/ Og með þínum anda. /Drottinn blessi þig og varðveiti þig, o.áfr.) í ljóðum fáum við sjaldan gagnkvæm ávörp víxlsöngsins, við fáum aðeins samtal í víðustu merkinu þess orðs. Avarpið eða ákallið, sem oft er táknað með „O, . . .!“ hefur aldrei verið notað eins mikið í skáldskap og á rómantíska tímabilinu. Sama gildir um upphrópunina, táknaða með upphrópunarmerkinu, sem hefur hliðstæð stíláhrif og ákallið. Avarpið eða ákallið er vandræðalegt stílbragð, maður fer hjá sér, segir Jonathan Culler.20 „Ó-ið“ eða upphrópunarmerkið er tómt tákn, hefur enga merkingu eða tilgang annan en að tákna einhvers konar óp og köll. Það versta við ákallið er að með því snýr ljóðmælandinn opinskátt baki við lesandanum til að byggja upp samband við einhvern annan, fífilbrekku eða flóatetur eða eitthvað. Þessi tilraun til persónugervingar er jafnframt það sem gerir ljóðið að ljóði, að mati Cullers. Það sem kallað er á, er með ákall- inu gert að viðfangi eða „þér“, persónu sem hægt er að tala til, sem hægt er að ná sambandi við. Sögnin er oftast í viðtengingarhætti eða boðhætti og í 344 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.