Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 83
Astin og guð
því felst óskin eftir að sá sem ákallaður er láti að vilja hins sem talar. Þegar
náttúran eða óhlutstæð fyrirbæri eru gerð að persónu á þennan hátt sýnir
ákallið og óskhátturinn hvort tveggja í senn að það samband sem komið er
á fót er ekki veruleiki, er skáldskapur og að skáldið vill ekki að svo sé.
I ákalli til náttúrunnar reynir skáldið sem sagt að brúa bilið á milli hug-
veruleika og hlutveruleika, þess sem talar og þess sem skáldið gerir að við-
fangi sínu, að baki liggur þráin eftir að búa til nálægð þar sem er fjarlægð.21
Lítum nú á Dalvísu:
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Hvaða hrópandi rödd er það sem ákallar „fífilbrekkuna“, „gljúfra-
búann“, „bunulækinn“, „hnjúkafjöllin" og „sæludalinn“ og biður þessa
náttúru að breytast aldrei? I áköllunum birtist þörfin fyrir að búa til pers-
ónur, viðföng, úr fyrirbærum íslenskrar náttúru, ekki af því að ástin á þeim
sé lifandi, heldur af því að hún er hætt að vera það.
Það er athyglisvert að Jónas virðist ekki hafa hugsað sér Dalvísu sem
ljóð til lestrar. Hann virðist hafa beðið Brynjólf um að láta semja tónlist
við Dalvísu. Brynjólfur skrifar til Soro: „Ég skrifaði upp dalvísuna þína
eins og þú baðst mig um. Ekki hef ég látið búa til lag við hana. . . . því það
er ekki hægt að leggja hana út (þ.e. þýða hana, DK), af því hún er nokkuð
„ejendommelig og original". Ég las hana upp á fundi og fundarmenn sögðu
að hún væri falleg og skrítin, og báðu mig að biðja þig að gefa Fjölni hana.
Þú gerir það! nicht wahr}“22
Meiri hluti þeirra ljóða sem liggja eftir Jónas Hallgrímsson er skrifaður
þrjú síðustu ár ævi hans; í Kaupmannahöfn, Soro og Kaupmannahöfn aft-
ur. Að svo miklu leyti sem hægt er að endurgera ævi Jónasar og skilja hálf-
kveðnar vísur heimildanna - þá er víst að Jónas hefur persónulega og til-
finningalega hrakist æ meira og æ oftar að þeim takmörkum sem honum
voru sett á öllum sviðum: efnahagslega, félagslega, pólitískt og heimspeki-
lega'
Það sem máli skiptir fyrir okkur er þó, að Jónas Hallgrímsson virðist fá
sterkari og eindregnari þörf fyrir að glíma við líf sitt í ljóði. Soroljóðin eru
TMM VI
345