Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 90
Tímarit Máls og menningar
haldið fastri eftir að fyrsta persónan er horfin. Hver ávarpar hana? Hver
tekur við hlutverki hinnar fjarverandi fyrstu persónu? Það er ljóðmæland-
inn frá fyrsta erindinu, sá sem setti á svið sögu sveinsins, sem sagði söguna
af sér og stúlkunni. Ljóðmælandinn brýst hér inn í sína eigin sögu, sína eig-
in blekkingu, sópar sveininum til hliðar til að segja „þér“ að:
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.
Hér eru tekin af öll tvímæli og þungi staðhæfingarinnar krefst annarrar,
valdslegri raddar en hins ástfangna sveins. I fyrsta erindinu eru það „næt-
urskýin“ sem „skýla“ ástarstjörnunni. Næturskýin þekja himininn og sýn
skáldsins stöðvast við þau, henni er snúið til jarðar, niður og inn í stað þess
að halda áfram og áfram, í átt til stjörnunnar, út og upp. Og hver veit hvort
það er einhver stjarna á bak við skýin? Það eru næturskýin sem eru raun-
veruleg efri mörk sviðsins í fyrsta erindinu.
I næst síðasta erindinu er „ástarstjarnan" frumlag en ekki andlag og ljós
hennar á bak við skýin er stabreynd - og ekkert meira um það! Svoleiðis
verður það að vera.40
I lokaerindinu talar ljóðmælandinn, hátíðlegur og upphafinn og dregur
lærdóm af sögu elskendanna:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
Boðskapurinn er sem sagt sá, að fjarlægðin, aðskilnaðurinn, sé lögmál tíma
og rúms - nema í ástinni sem sé hafin yfir lögmálin. Það er eitthvað hér,
sem minnir á formfastan, íburðarmikinn (og leiðinlegan) lokasöng Mozarts
í lok Don Giovannis, skyldubundinn endi, þar sem samviskusamlega er
boðaður sigur siðferðis og guðrækni yfir röklausri, mannlegri örvæntingu.
Og á þetta að vera niðurstaða ljóðsins? Er ljóðið tjáning á elstu blekk-
ingu narsissismans og síungri blekkingu þeirra ástföngnu, að hinn full-
komni samruni tveggja persóna sé ekki bara mögulegur heldur geti verið
varanlegur? Ef svo væri hefði Jónas getað látið annan hvorn af fyrstu titlum
ljóðsins standa en þeir voru: „Ástin mín“ sem breytt var í „Gömul saga“.
En hann strikaði báða út og valdi hinn margræða, tilvistarlega titil „Ferða-
lok“Á
352