Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 90
Tímarit Máls og menningar haldið fastri eftir að fyrsta persónan er horfin. Hver ávarpar hana? Hver tekur við hlutverki hinnar fjarverandi fyrstu persónu? Það er ljóðmæland- inn frá fyrsta erindinu, sá sem setti á svið sögu sveinsins, sem sagði söguna af sér og stúlkunni. Ljóðmælandinn brýst hér inn í sína eigin sögu, sína eig- in blekkingu, sópar sveininum til hliðar til að segja „þér“ að: ástarstjarna yfir Hraundranga skín á bak við ský. Hér eru tekin af öll tvímæli og þungi staðhæfingarinnar krefst annarrar, valdslegri raddar en hins ástfangna sveins. I fyrsta erindinu eru það „næt- urskýin“ sem „skýla“ ástarstjörnunni. Næturskýin þekja himininn og sýn skáldsins stöðvast við þau, henni er snúið til jarðar, niður og inn í stað þess að halda áfram og áfram, í átt til stjörnunnar, út og upp. Og hver veit hvort það er einhver stjarna á bak við skýin? Það eru næturskýin sem eru raun- veruleg efri mörk sviðsins í fyrsta erindinu. I næst síðasta erindinu er „ástarstjarnan" frumlag en ekki andlag og ljós hennar á bak við skýin er stabreynd - og ekkert meira um það! Svoleiðis verður það að vera.40 I lokaerindinu talar ljóðmælandinn, hátíðlegur og upphafinn og dregur lærdóm af sögu elskendanna: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Boðskapurinn er sem sagt sá, að fjarlægðin, aðskilnaðurinn, sé lögmál tíma og rúms - nema í ástinni sem sé hafin yfir lögmálin. Það er eitthvað hér, sem minnir á formfastan, íburðarmikinn (og leiðinlegan) lokasöng Mozarts í lok Don Giovannis, skyldubundinn endi, þar sem samviskusamlega er boðaður sigur siðferðis og guðrækni yfir röklausri, mannlegri örvæntingu. Og á þetta að vera niðurstaða ljóðsins? Er ljóðið tjáning á elstu blekk- ingu narsissismans og síungri blekkingu þeirra ástföngnu, að hinn full- komni samruni tveggja persóna sé ekki bara mögulegur heldur geti verið varanlegur? Ef svo væri hefði Jónas getað látið annan hvorn af fyrstu titlum ljóðsins standa en þeir voru: „Ástin mín“ sem breytt var í „Gömul saga“. En hann strikaði báða út og valdi hinn margræða, tilvistarlega titil „Ferða- lok“Á 352
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.