Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 98
Tímarit Máls og menningar
af lestrinum á „hlekkjum hugans“ í fyrra erindi. Merkingarlega eiga sagnirnar
„sökkva (sér)“, „vera“ og „lifa“ vel saman. Allar vísa þær til nálægðar, til þess að
vera, á meðan sögnin „sjá“ krefst fjarlægðar og vísar til þess að gera.
40) I handriti má sjá að Jónas hefur ætlað að ramma ljóðið inn með því að tvítaka
fyrsta hluta fyrsta erindis, en breytir svo endurtekningunni þannig að hann gerir
„ástarstjörnuna" að frumlagi og undirstrikar frumlagshlutverk hennar enn betur
með sögninni „skín“. Efast hann um eða óttast hann sjálfur að engin stjarna sé á
bak við skýin? Ritverk 1989, IV. bindi, bls. 202.
41) Undarlegt er að breytingar í eiginhandarriti á sjálfum titli ljóðsins eru ekki
nefndar í Ritverk 1989, IV. bindi, bls. 201-203. Breytingar Jónasar gefa ábendingu
um hans eigin skilning/greiningu á ljóðinu og hvernig hann vill (eða vill ekki) að
lesendur skilji það.
42) Hannes Pétursson: Kvœdafylgsni, 1979, bls. 173-186.
43) I útvarpserindinu „Síðustu fjörutíu dagar Jónasar Hallgrímssonar“ (19.8. 1984)
sýnir Kjartan Ólafsson fram á að Jónas var pólitískt mjög virkur síðasta vorið sem
hann lifði, mætti á fundum, tók sæti í öllum nefndum Islendingafélagsins o.s.frv.
Athyglisvert er hve ótrúlega róttækar og nútímalegar hugmyndir Jónas leggur fram
um skólamál vorið 1845! Þetta er rakið í erindinu sem því miður hefur ekki, að mér
vitandi, verið birt.
44) Guðmundur Andri Thorsson: „ . . . það sem menn kalla Geni“, TMM, 4,1985,
bls. 428.
45) Ritverk 1989, IV. bindi, bls. 224.
46) Ritverk 1989, I. bindi, 146-147.
47) Ritverk 1989, II. bindi, bls. 66.
48) Ritverk 1989, I. bindi, bls. 122.
49) Hér hefur verið fylgt ljósprentuðu eiginhandarriti Jónasar í útgáfu Ólafs Hall-
dórssonar. I þriðja erindi, fjórðu línu, les ég „ósjölftur“. Þannig lesa Jón Ólafsson
og Jón Sigurðsson frumtextann líka og segja í útgáfu sinni 1913: „Orðið, sem settir
eru punktar fyrir, er ólesandi, sýnist helzt vera „ósjölftur", og sé það, þá óskilj-
andi.“ Ljóðmæli 1913, bls. 258. I Ritverkum 1989, er valinn leshátturinn „ósjálfur“,
breytingin er smekkleg en það er texti Jónasar ekki. Verra er að í Ritverkum 1989
segir að ljóð Jónasar sé „þýðing“ á Feuerbach. Ég hef borið saman Reimverse auf
den Tod (sem er 20 bls. Ijóð!) og Ljós er alls upphaf og útilokað er að tala um
„þýðingu" í merkingunni „yfirfærsla texta“ í því sambandi. Jónas tekur upp nokkr-
ar setningar hér og þar úr miðhluta ljóðsins og þýðir þær en heildaráhrif eða andi
kvæðanna er gjörólíkur.
360