Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 124
Umsagnir um bækur
KVEÐJUR
Ólafur Jóhann Sigurdsson
Ad lokum
Kvæði
Mál og menning
Reykjavík 1988
55 bls.
í þessari ljóðabók birtast kvæði sem Ól-
afur Jóhann lét eftir sig í handriti þegar
hann dó á síðastliðnu sumri, og voru
flest fullfrágengin til prentunar. Prentuð
hafa verið tvö kvæði sem skáldið var
enn að vinna við, og er það vel ráðið.
Mjög hefur verið vandað til útgáfu bók-
arinnar, þótt hún sé ekki þykk, bæði af
hálfu þeirra sem bjuggu texta til prent-
unar og Máls og menningar. Kápa og
bókarskreytingar Jóns Reykdals eru
listaverk, gerð af þeirri fágun og hóg-
værð sem hæfir ljóðum Ólafs Jóhanns.
í Að lokum eru 21 kvæði og er þeim
skipt í fjóra flokka. I upphafskvæðinu,
sem nefnist „Frumtáknavísa“, eru settar
fram sem andstæður nútímamenning
„úr áli og plasti,/úr stáli og gleri“ og leit
þess sem óskar að „rata mætti að lífsvon
um löngu gengin spor.“ Hér er komið
að stefjum sem Ólafi Jóhanni voru afar
hugleikin og sóttu svo fast á hann að
jaðrar við örvæntingu í mörgum kvæð-
um hans, örvæntingu sem þó er ávallt
veitt hörð mótspyrna. Þessi andúð á
„skrumbáknum" nútímamenningar og
uggur um framtíðina er tjáður víðar í
bókinni, í kvæðum eins og „Um upp-
sprettur á Fróni og erlendis," „Nótt“ og
fleirum. Menningargagnrýni er þó ekki
sterkasti þráðurinn í þessari ljóðabók né
sá gildasti, heldur hin næma náttúru-
skynjun og dapurlegur en alls ekki ör-
væntingarfullur feigðargrunur. Nátt-
úrutáknin, og þá ekki síst hinar niðandi
lindir, bera sem fyrr uppi lífstrú og lífs-
játningu skáldsins, eins og í stuttu og
einföldu, gullfallegu kvæði, sem nefnist
„Að liðnum vetri“.
I stað valds,
stafs eða sprota,
í stað þess að ljósta klettinn
leiftursnöggt og harðlega
kemur birta,
kemur ylur,
kemur þú glófingruð
við klökuga brynjuna.
Og sjá: Vatn sprettur fram,
vorblá lind fer að niða.
Efnismeira og dulúðugra er kvæðið
„Að Hreðavatni", þar sem ást á náttúr-
unni fylgir skilningur á dulúð hennar;
segja mætti að vegir vatnsins séu órann-
sakanlegir mannlegri skynjun.
Tilfinning fyrir návist dauðans flétt-
ast saman við náttúruskynjunina í
kvæðinu „Að Alftavatni 1968“, og væri
hægt að láta sér detta í hug að skáldið
hafi leitað á bernskuslóðirnar á fimm-
tugsafmæli sínu, á vit þeirra linda sem
skáldskapur hans er sprottinn af: „Og
kliðan linda kunnugleg heyrist enn á
386