Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 7
getur auðveldlega bætt fyrir mistök sín með þartilgerðri síu sem hreinsar eitur- efnin úr útblæstrinum. I mínum augum nær þetta miklu lengra. Ég sé hér tákn þess aldaranda sem leitar útfyrir endi- mörk hins náttúrulega heims, víkur við- miðum hans til hliðar og vill gera heiminn sjálfan að einkamálefni hvers manns, að viðfangi vilja og ætlunar, tilfinninga og tálsýnar, fordóma og duttlunga mannsins sem einstaklings. Þetta er tákn þess tíma sem vefengir að persónuleg reynsla — og þar með talin reynsla af hinu dulúðga og altæka — sé skuldbindandi og setur heim- inum annan mælikvarða, ekki þann er styðst við persónulega lífsreynslu, heldur nýtt algildi sem menn hafa skapað og er að engu leyti dulúðugt. Þetta nýja algildi er laust við „dynti“ hins huglæga og því ópersónulegt og ómannlegt, þetta er nefnilega algildi hinnar svonefndu hlut- lægni, algildi hlutlægrar þekkingar, vís- indalegrar greiningar. Vísindi nútímans setja fram altæka og algilda heimsmynd og rjúfa þar með landamæri náttúruheimsins. Sá gamli heimur er hvort eð er talinn myrkvastofa hleypidóma sem menn verði að brjótast útúr inn til þess ljóss er stafar af sannind- um sem staðfest eru á hlutlægan hátt. Allt annað er álitið óhamingjuarfur sprottinn af barnslegu og vanþroska hugmynda- flugi forfeðranna. Með þessu eru vita- skuld afnumin hinstu rök náttúruheims- ins, enda ættu þau að vera helber ímynd- un: Vísindin byggja guði út og setjast sjálf í autt öndvegið. Kominn er til skjalanna nýr aðili að skipa málum tilverunnar og vera hennar eini lögmæti valdhafi. Héð- anaf skulu vísindin kveða upp alla dóma um hvað satt er og rétt, enda eru vísindin ein hafin yfir huglægan sannleika ein- stakra manna og fær um að bera fram betri sannindi: Yfir-huglæg og yfir-persónu- leg, raunverulega hlutlæg og algild. Enda þótt skynsemishyggja og vísinda- hyggja nútímans séu mannaverk og hafi þróast innan landamæra náttúruheimsins —r. einsog allt sem mannanna er — segja þær nú á kerfisbundinn hátt skilið við þann heim, afneita honum, vanmeta hann og vanvirða, en um leið er hann undir- okaður og tekinn til gernýtingar. Nátt- úruheimur nútímamannsins er fullkom- lega á valdi vísinda og tækni, og því kipp- ir hann sér ekki upp við spúandi reykháf fyrr en ólyfjanin þrengir sér inn á heimili hans; hann kemst þó alls ekki í uppnám þar eð hann veit að verksmiðjan með reykháfinn býr til hluti sem hann þarfnast. Maður tæknivæddra tíma lætur sér ekki detta aðrar úrbætur í hug en þær sem tæknin býður uppá: Nefnilega síuna sem setja ætti á reykháfinn. Ekki má túlka orð mín á verri veg: ég er Maður tœknivœddra tíma lœtur sér ekki detta aðrar úrbœtur í hug en þær sem tœknin býður uppá . . . ekki að leggja til að reykháfar verði allir jafnaðir við jörðu né heldur. að vísindi verði gerð útlæg; ekki heldur að við hverf- um aftur í miðaldir. (Reyndar er það engin tilviljun að ýmsar frumlegustu uppgötv- anir nútímavísinda setja einmitt goðsögn- ina um Hlutlægni á vandamálabás og snúa eftir merkilegri krókaleið aftur til mann- legrar huglægni og veraldar hennar). Ég TMM 1990:1 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.