Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 9
tékkóslóvakískar sveitabyggðir fyrir þrjá- tíu árum og lét ekki eftir stein yfir steini. Afleiðingamar urðu annarsvegar þær að tugþúsundir manna létu lífið í fangabúð- um, þeim var fómað á stalli vísindaóra um bjartari framtíð. A hinn bóginn er það staðreynd að raunverulega dró úr félags- legum mótsögnum og oki stritvinnunnar í sveitum jafnframt því sem landbúnaðar- framleiðsla jókst. En það er ekki þetta sem hér skiptir máli, og ég minnist á þetta af öðru tilefni. Þrjátíu árum eftir þennan fellibyl, sem feykti á brott hinu hefðbundna bændabýli, staðfesta vísindin nú furðu lostin það sem nær ólæs bóndinn vissi á sínum tíma: Að hver tilraun til að vaða svo tillitslaust og óafturkallanlega yfir landamerki náttúru- heimsins með arf sinnar varfærnislegu, persónulegu reynslu, sem menn áður höfðu þegnsamlega haldið í heiðri — til- raunir til að taka náttúruna með valdi og hæðast að leyndardómum hennar, í stuttu máli að afnema guð og leika hlutverk hans — að hver slík tilraun hlýtur að koma manninum í koll. Það sýnir reynslan nú. Við það að áður ósánar reinar milli akra voru plægðar upp og skógur höggvinn hefur fuglalífi á ökrunum verið útrýmt; þar með var dottin úr sögunni náttúruleg og ókeypis vöm uppskerunnar gegn skor- dýrum. I annan stað eru akurlöndin ekki lengur hólfuð sundur heldur orðin sam- felld flæmi, og af þeim sökum skolar rign- ingarvatn árlega brott miljónum rúm- metra af frjómold sem margar aldir þurfti til að mylja og mynda. Tilbúinn áburður og skordýraeitur menga stórlega allan jarðarávöxt, svo og moldina og vatnið. Þungar vinnuvélar þjappa landið og gera jarðveginn loftþéttan og þar með ófrjóan. Kýr í risastórum fjósum fá taugaveikl- unareinkenni og missa nyt. Landbúnað- urinn krefst æ meiri orku frá iðnaðinum (landbúnaðarvélar og verkfæri, tilbúinn áburður, síaukinn flutningskostnaður vegna sérhæfingar á hverju framleiðslu- svæði). Þannig má halda lengi áfram. í stuttu máli sagt: Framtíðarhorfur eru ugg- vænlegar og enginn veit hvað komandi ár og áratugir hafa í farteski sínu. Hvílík þverstæða: A tímaskeiði vísinda og tækni telur maðurinn að hann geti bætt líf sitt með því að skilja flókin lögmál náttúrunnar og færa sér þau í nyt — og svo eru það einmitt þessi flóknu lögmál sem að lyktum koma manninum að óvör- um og bregða fyrir hann fæti. Maðurinn hélt sig geta skýrt allt í náttúrunnar ríki og náð valdi á henni, en niðurstaðan er sú að maðurinn hefur eyðilagt hana og komið sjálfum sér út úr húsi hennar. Hvað er það þá sem bíður „mannsins utan náttúrunnar“? Þegar öll kurl koma til Maðurinn hélt sig geta skýrt allt í náttúrunnar ríki og náð valdi á henni, en niðurstaðan er sú að maðurinn hefur eyði- lagt hana . . . grafar eru það einmitt nútímavísindi sem leggja áherslu á það, að mannslíkaminn er í raun og sannleika ekkert annað en geysi- stór umferðarmiðstöð þar sem miljarðar af lífrænum örverum koma saman og hafa gagnverkandi áhrif á næsta óskiljanlega flókinn máta. Allt er þetta svo hluti þess ótrúlega tröllaukna kerfis sem nefnist líf- hvel og sjálf jörðin er hjúpuð. TMM 1990:1 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.