Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 10
Vísindin eiga ekki sökina heldur oflæti
mannsins á öld vísindanna. Maðurinn er
einfaldlega ekki guð og fyrir það hefnist
grimmilega ef menn hyggjast taka sér
hlutverk hans. Maðurinn rauf algildan
sjóndeildarhring gagnkvæms þegnskapar
í þeirri veröld þar sem hann átti heima.
Hann hafnaði sinni eigin óhlutbundnu
reynslu, og persónulega vitund sína og
samvisku hrakti hann í baðherbergi húss
síns, rétt einsog þetta væri eitthvað ein-
dæma persónulegt sem engum kæmi við.
Maðurinn hefur losað sig við ábyrgð með
þeim rökum að þar fari „blekking hins
huglæga“, en í staðinn hefur hann komið
sér upp tálsýn — eins og nú er komið í
ljós — hættulegri en nokkur hinna gömlu:
Það er ímyndunin um hlutlægni sem sé
laus við mannleg einkenni og byggð á
skynsamlegum skilningi á alheimi, óhlut-
stætt líkan af meintri „sögulegri nauð-
syn“, en hámarkið er þó draumsýn um
„almannafarsæld“ sem hægt sé að reikna
á vísindalegan hátt og ná með tæknilegum
aðferðum einum saman. Farsældin verði
fundin og skilgreind á rannsóknarstofum
og gerð að veruleika í smiðjum stóriðn-
aðar og skrifstofuveldis. Það að miljónir
manna verða fómarlömb þessarar tálsýn-
ar í vísindalega reknum fangabúðum —
það er ekki áhyggjuefni „nútímamanns-
ins“ (svo fremi að hann lendi þar ekki
sjálfur og komist þá heldur betur til vit-
undar um sinn eigin náttúruheim). Vita-
skuld mun einstaklingsbundin meðaumk-
un heyra til heimi persónulegra hleypi-
dóma sem hefur verið afnuminn og vikið
til hliðar fyrir Vísindum, Hlutlægni,
Sögulegri nauðsyn, Tækni, Kerfinu og
Stjórnsýslunni. Þessi fyrirbrigði eru
áhyggjulaus því þau eru ekki persónur.
Þau eru óhlutstæð og án nafns, ævinlega
marksækin og þess vegna fyrirfram álitin
saklaus.
Og hvað þá með framtíðina? Hver
skyldi svosem fást um hana eða gera sér
áhyggjur, þar sem tímavídd eilífðarinnar
er meðal þess sem hefur verið komið fyrir
í nefndu einkabaðherbergi eða jafnvel
vísað til lands ævintýranna?! Að svo
miklu leyti sem vísindamaður hugsar til
þess, hvemig umhorfs verður eftir tvö
hundruð ár, þá gerir hann það einvörð-
ungu sem prívatmaður og afskiptalaus at-
hugandi; hann gæti rétt eins hugað að
efnaskiptum veggjalúsar, útvarpsboðum
slagæðanna eða jarðgasi annarra reiki-
stjama. Og stjómmálamaður nútímans?
Hann hefur alls ekkert persónulegt tilefni
til að fást við þvílík mál, síst ef það skyldi
ógna möguleikum hans til endurkjörs —
ef hann er þá starfandi í landi þar sem
kosningar tíðkast.
2
Tékkneski heimspekingurinn Václav
Belohradský hefur sett fram þá athyglis-
verðu hugmynd að skynsemisandi nú-
tímavísinda, sem grundvallast á getu til að
hugsa óhlutbundið og á þeirri forsendu að
til sé ópersónuleg hlutlægni, hafi ekki að-
eins átt frumkvöðul á sviði náttúruvís-
inda, Galilei, heldur einnig á sviði stjóm-
mála: Sá væri Machiavelli, en hann varð
fyrstur til að móta (og vissulega með
undirtón beiskrar hæðni) kenninguna um
það að pólitík væri tæknifræði valdsins.
Hægt er að halda því fram að upphaf
nútímaríkis og nútímavaldstjómar sé —
þrátt fyrir undarlegar krókaleiðir sögunn-
ar — að finna einmitt hér, sem sé enn og
aftur í því andartaki þegar mannleg skyn-
8
TMM 1990:1