Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 11
semi fer að „losa sig frá“ manninum, frá
persónulegri reynslu hans og samvisku,
og þar með losar mannleg skynsemi sig
einnig frá því sem hver ábyrgðartilfinning
hlýtur að miða sig við innan endimarka
náttúruheimsins, það er að segja frá al-
tækum sjóndeildarhring þess heims. Rétt
einsog raunvísindamaður nútímans horfir
framhjá því hvernig raunverulegt fólk
upplifir heiminn, þannig og æ augljósar er
manninum úthýst sem viðmiði úr ríki og
stjómmálum nútímans.
Valdið er að verða nafnlaust og ópers-
ónulegt, það er að breytast í hreina stýri-
tækni og hugarfarsstjómun sem birtist í
ótal myndum og tilbrigðum og kemur
víða fram. Stundum er þessi þróun dulin
og fer lágt en verður svo í annan tíma
mjög áberandi. Stundum læðist hún fram
eftir ísmeygilegum klækjaleiðum en öðr-
um stundum er gengið beint til verks og
einskis svifist. Að öllu samanlögðu er hér
þó um eina og algilda þróun að ræða og
raunar einn grundvallarþáttinn í allri nú-
tímasiðmenningu sem sprettur beint upp
af andlegri formgerð hennar og er sam-
vaxinn henni með ótal vafningsrótum.
Þessi þáttur verður raunar ekki skilinn frá
tæknihlið siðmenningarinnar, múgseðli
hennar og neysluhyggju.
Sú var tíð að þjóðhöfðingjar og leiðtog-
ar voru sjálfstæðir einstaklingar og báru
skýra mannsásjónu; þeir voru þá enn með
nokkrum hætti ábyrgir gerða sinna, illra
og góðra, hvort sem þeir höfðu komist til
valda með erfðum, á öldum þjóðarviljans,
fyrir sigursæla herför eða með samsæri.
Á okkar dögum eru embættismenn og
skriffinnar komnir í þeirra stað: Nútíma-
þjóðhöfðinginn er tæknikrati og atvinnu-
maður, sérfræðingur í stjórnsýslu,
stýritækni og orðagjálfri. Hann fyllir
persónuvana tómarúmið í skurðpunkti at-
vinnumennsku og valdsmennsku; hann er
tannhjól í ríkisvélinni, fastur í sínu fyrir-
fram ákveðna hlutverki: Því að vera „sak-
laust“ verkfæri í hendi „saklauss“ og
nafnlauss valds sem fær réttlætingu sína
af vísindum, stýrifræði, hugmyndafræði,
lögum, hinu óhlutstæða og hlutlæga —
sem sagt öllu nema persónulegri ábyrgð
gagnvart öðrum sem einstaklingum og
meðbræðrum.
Við getum gegnumlýst stjómmálamann
nútímans: Á bakvið vandlega útbúna
grímu og snyrtilega framsögð orð er ekki
snefill af mannlegum eigindum, svo sem
væntumþykju, ástríðum, áhugamálum,
skoðunum, hatri, kjarki né grimmd, sem
væru rótföst í jarðvegi náttúmheimsins.
Einnig hann geymir slíkt sem einkamál í
baðherbergi sínu. Að svo miklu leyti sem
við fyndum eitthvað í manninum, væri
það ekki annað en tæknifræðingur valds-
ins, vel eða illa hæfur eftir atvikum. Kerf-
ið, hugmyndafræðin og valdatækin hafa
svipt mennina—jafnt yfirmenn sem und-
irsáta — samvisku sinni, náttúrulegri
skilningsgáfu og eðlilegu orðbragði, og
þar með er mannseðli þeirra glatað. Ríki
nútímans verða æ líkari vélasamstæðu, en
fólkið sjálft breytist í tölfræðilega hópa,
svo sem kjósendur, framleiðendur, neyt-
endur, sjúklinga, ferðamenn, hermenn.
Gott og illt — grunnhugtök náttúmheims-
ins og þar með leifar hins liðna — missa
raunhæfa merkingu sína í heimi stjóm-
málanna. í stjómmálum helgar tilgang-
urinn meðalið og eini mælikvarði þeirra
er árangurinn einsog hann verður sannað-
ur og samantalinn á hlutlægan hátt. Valdið
er a priori saklaust, þar eð það vex ekki
TMM 1990:1
9