Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 11
semi fer að „losa sig frá“ manninum, frá persónulegri reynslu hans og samvisku, og þar með losar mannleg skynsemi sig einnig frá því sem hver ábyrgðartilfinning hlýtur að miða sig við innan endimarka náttúruheimsins, það er að segja frá al- tækum sjóndeildarhring þess heims. Rétt einsog raunvísindamaður nútímans horfir framhjá því hvernig raunverulegt fólk upplifir heiminn, þannig og æ augljósar er manninum úthýst sem viðmiði úr ríki og stjómmálum nútímans. Valdið er að verða nafnlaust og ópers- ónulegt, það er að breytast í hreina stýri- tækni og hugarfarsstjómun sem birtist í ótal myndum og tilbrigðum og kemur víða fram. Stundum er þessi þróun dulin og fer lágt en verður svo í annan tíma mjög áberandi. Stundum læðist hún fram eftir ísmeygilegum klækjaleiðum en öðr- um stundum er gengið beint til verks og einskis svifist. Að öllu samanlögðu er hér þó um eina og algilda þróun að ræða og raunar einn grundvallarþáttinn í allri nú- tímasiðmenningu sem sprettur beint upp af andlegri formgerð hennar og er sam- vaxinn henni með ótal vafningsrótum. Þessi þáttur verður raunar ekki skilinn frá tæknihlið siðmenningarinnar, múgseðli hennar og neysluhyggju. Sú var tíð að þjóðhöfðingjar og leiðtog- ar voru sjálfstæðir einstaklingar og báru skýra mannsásjónu; þeir voru þá enn með nokkrum hætti ábyrgir gerða sinna, illra og góðra, hvort sem þeir höfðu komist til valda með erfðum, á öldum þjóðarviljans, fyrir sigursæla herför eða með samsæri. Á okkar dögum eru embættismenn og skriffinnar komnir í þeirra stað: Nútíma- þjóðhöfðinginn er tæknikrati og atvinnu- maður, sérfræðingur í stjórnsýslu, stýritækni og orðagjálfri. Hann fyllir persónuvana tómarúmið í skurðpunkti at- vinnumennsku og valdsmennsku; hann er tannhjól í ríkisvélinni, fastur í sínu fyrir- fram ákveðna hlutverki: Því að vera „sak- laust“ verkfæri í hendi „saklauss“ og nafnlauss valds sem fær réttlætingu sína af vísindum, stýrifræði, hugmyndafræði, lögum, hinu óhlutstæða og hlutlæga — sem sagt öllu nema persónulegri ábyrgð gagnvart öðrum sem einstaklingum og meðbræðrum. Við getum gegnumlýst stjómmálamann nútímans: Á bakvið vandlega útbúna grímu og snyrtilega framsögð orð er ekki snefill af mannlegum eigindum, svo sem væntumþykju, ástríðum, áhugamálum, skoðunum, hatri, kjarki né grimmd, sem væru rótföst í jarðvegi náttúmheimsins. Einnig hann geymir slíkt sem einkamál í baðherbergi sínu. Að svo miklu leyti sem við fyndum eitthvað í manninum, væri það ekki annað en tæknifræðingur valds- ins, vel eða illa hæfur eftir atvikum. Kerf- ið, hugmyndafræðin og valdatækin hafa svipt mennina—jafnt yfirmenn sem und- irsáta — samvisku sinni, náttúrulegri skilningsgáfu og eðlilegu orðbragði, og þar með er mannseðli þeirra glatað. Ríki nútímans verða æ líkari vélasamstæðu, en fólkið sjálft breytist í tölfræðilega hópa, svo sem kjósendur, framleiðendur, neyt- endur, sjúklinga, ferðamenn, hermenn. Gott og illt — grunnhugtök náttúmheims- ins og þar með leifar hins liðna — missa raunhæfa merkingu sína í heimi stjóm- málanna. í stjómmálum helgar tilgang- urinn meðalið og eini mælikvarði þeirra er árangurinn einsog hann verður sannað- ur og samantalinn á hlutlægan hátt. Valdið er a priori saklaust, þar eð það vex ekki TMM 1990:1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.