Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 12
upp í heimi þar sem orðin sekt eða sak- leysi hafa eitthvert innihald. Þetta ópersónulega vald birtist í skýr- astri mynd í þjóðfélagskerfi alræðisríkj- anna. Enda þótt afmennskun valdsins og undirokun þess á vitund og á máli tengist oftlega, einsog Belohradský minnist á, þeim „alheims“-skilningi á ríkinu sem hefur verið hefðbundinn á menningar- svæðum utan Evrópu (ríkið talið vera eini raunsanni miðpunktur tilverunnar og ein- staklingurinn algerlega á valdi þessa heimsríkis og raunar eign þess), þá þýðir þetta ekki að persónuvana vald nútímans sé fyrirbrigði framandi Evrópulöndum. Öðru nær: Það var einmitt Evrópa og raunar Vestur-Evrópa sem gaf heiminum allt það sem liggur ópersónulegu valdi til grundvallar, jafnvel neyddu því upp á hann: Allt frá nútímavísindum, skynsem- ishyggju, vísindatrú, iðnbyltingu og yfir- leitt byltingu sem ofsatrú á hið óhlutbundna, enn fremur innilokun nátt- úruheimsins í baðherberginu til neyslu- hyggju, kjamorkusprengju og marxisma. Og það er Evrópa, lýðræðisríki Vestur- Evrópu, sem standa nú ráðþrota gagnvart tvíeggjaðri útflutningsafurð sinni. Um það vitnar klemma hennar nú, hvort spymt skuli gegn margefldum útþenslu- áhrifum eigin útþenslu ellegar slegið und- an. Hvað á að gera við eldflaugum sem nú beinast gegn Evrópu og eru til komnar vegna útflutnings hennar á andlegu og tæknilegu atgervi? Á að berjast gegn þeim með sviplíkum og enn betri eldflaugum svo að Evrópa sanni ásetning sinn að verja þau andlegu verðmæti sem enn eru eftir og samþykki þá um leið þær siðlausu leikreglur sem uppá er boðið. Eða á Evr- ópa að hopa á hæli og vonast til að sú ábyrgðartilfinning fyrir framtíð hnattar- ins, sem þar með væri sýnd, muni smita hinn heimshlutann með ómótstæðilegu afli? Þegar um það er að ræða, hvemig Vest- ur-Evrópa skuli haga sér gagnvart alræð- isríkjunum, held ég að engin mistök geti verið afdrifaríkari en einmitt þau sem mest hætta sýnist á: Að menn skilji ekki eðli alræðiskerfisins, nefnilega að það er rúmvíður spegill handa allri siðmenningu nútímans og um leið harkaleg áskorun (og ef til vill sú síðasta) á þessa siðmenningu um að taka nú sjálfsskilning sinn til gagn- gerðrar endurskoðunar. Frá þessu sjónar- miði séð skiptir ekki höfuðmáli í hvora villuna Evrópa ratar: Hvort heldur hún, í anda eigin skynsemishyggju, álíti alræð- isríkin vera staðbundna og sérstæða til- raun til að skapa „almenna hagsæld“; það sé af illum hvötum runnið að kenna þeim um útþenslu og yfirgang. Eða hvort hin villan verður ofaná, sem einnig sprettur af rót skynsemishyggju (í þetta sinn í skiln- ingi Machiavellis á stjórnmálum sem valdatafli) — sú villa að eina hættan af alræðinu felist í hemaðarógn frá löndum þar sem það er við lýði. Það þurfi ekki annað til en sýna nægilegan styrk og þá sé þeim haldið í skefjum innan eigin landa- mæra. Fyrri kosturinn er val þess manns sem sættir sig við reykinn úr strompi verksmiðjunnar, enda þótt ljótur sé og illþefjandi, því hann veit að ólyfjan sú kemur af góðu málefni: Framleiðslu á vamingi sem allir þarfnast. Hinn kost- urinn er val þess sem heldur að hér sé eingöngu um tæknibrest að ræða sem sjálfgert sé að bæta úr með tæknibragði: Með loftsíu eða annarri hreinsun á út- blæstri. 10 TMM 1990:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.