Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 27
Matthías Viðar Sæmundsson
„Á aðra hlið öskraði dauðinn;
brjálæðið hló á hina“
Um menningarbyltingu og nútímavefara
Áriö 1925 sagði Halldór Laxness: „Seinasti áratugurinn hefur skapaö slík
straumhvörf og umbyltingar í hinum andlega heimi, aö jafngildir heilum
öldum.“ Vefarinn mikli frá Kasmír er meðal lykilverka þessa tíma. Þar
kemur nútímamaðurinn fyrst fram á sjónarsviðið í íslenskum bókmenntum.
Óskynsemin verður þar ekki aðeins söguefni líkt og hjá Gunnari Gunn-
arssyni, heldur inntak stíls og forms. Vefarinn er aldarspegill fullur af
þverstæðum, tilraun margskonar forms, og lýsir „niðurbroti kerfis þar sem
ríkti samræmi milli manns og guðdóms."
Þessi bók er „heilsteypt sataniskt lista-
verk,“' sagði Jóhannes Kjarval árið sem
Vefarinn mikli frá Kasmír kom út. Síðan
eru liðin sextíu ár og ennþá vekur verkið
athygli og umræðu. Menn hafa og haldið
því fram að með Vefaranum mikla hefjist
nútíminn í íslenskri sagnagerð. En hvað
er „sataniskt“ við þetta verk? Og hvað
„nútímalegt“? Tengjast hugtökin ef til vill
hvort öðru?
Vefarinn mikli birtir á sína vísu djúp-
stæð hvörf, endalok og upphaf eða eins og
höfundurinn hefur sjálfur sagt: „„Vefar-
inn mikli“ er ekki sorgleikur einnar
mannssálar, heldur eru menníngaskil, þar
sem tjaldið er dregið niður í „Vefaranum“.
Þaðan í frá eru ekki annars úrkostir en
hefja nýjan leik, — á nýrri jörð, undir
nýjum himni.“2 Verkið lýsir niðurrifi
þekkingarkerfis sem verið hafði undir-
staða hugsunar og menningar, kerfis sem
snerist um tvö megintákn og samræmi
þeirra: manninn og guðdóminn. Það fjall-
ar um reynslu sem legið hafði handan þess
sem unnt var og mátti lýsa í bókmenntum,
reynslu sem söguhetjan lýsir svo á einum
stað: „Á aðra hlið öskraði dauðinn; brjál-
æðið hló á hina.“3 Sagt hefur verið að í
bókmenntum beri fundum heimspeki og
brjálsemi saman. í þeim öðlist þögnin
mál, það sem skynsemin hafi fellt í
gleymsku eða vamað máls en byggt þó
TMM 1990:1
25