Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 30

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 30
Smalastúlkan eftir Sigurð málara og Sœ- unn og Sighvatur eftir Eggert Briem. Þau voru glæpsamleg, afbrigðileg og óskyn- samleg samkvæmt ríkjandi hugmynda- fræði: brot gegn ósýnilegu en sjálfsögðu banni. Með myndun þéttbýlis og sjálfstæðrar menntastéttar misstu prestarnir tök sín á skoðanamyndun fólks; sannleikur hins gamla samfélags komst á hreyfingu, eyddist, varð til að nýju í afskræmdri mynd; nýir sannleikar komu til sögu, embættismenn einokuðu ekki lengur menntun og upplýsingu, aðrir hópar tóku til máls. í þessu umróti átti menningar- byltingin sér stað, órökvís og tók oft á sig furðulegar og andstæðufullar myndir, ekki síst á sviði bókmennta. Segja má að þar hafi óskynsemin ruðst undan valdi hinnar kristilegu skynsemi sem sett hafði trú, vinnu og siðgæði á oddinn eða, öllu heldur: ný skynsemi, áður dulin eða í jað- arstöðu, hafi orðið til án undirstöðu í ótvíræðum sannleik. Skilin verða ekki takmörkuð við einstakar hugmyndir eins og stundum er gert. Þau fólust ekki í því að fánýtishyggja sigraðist á kristinni trú, tómhyggja á rómantík eða raunsæi á tákn- stefnu. Hið byltingarkennda var öðru fremur falið í ferli hugsunarháttarins: vensl sannleika og fjarstæðu, skynsemi og óskynsemi, breyttust. Ekki í einu vet- fangi heldur skrykkjótt og á löngum tíma. Afleiðingin varð sú að viðtekið hugtaka- kerfi hrundi, formgerð mannlífsins; fólki var eins og sparkað inn í framandi veru- leika, öll gildi óvís og komin á hreyfingu; tímabil níhilisma í skilningi Nietzsches var runnið upp. Sigurður Nordal lýsti þessu ástandi vel er hann segir um nú- tímamanninn: „Persónan hefur klofnað. Menn vita ógrynnin öll, sem aldrei verður lifandi þáttur í breytni þeirra. Hugsunin fer sínar leiðir, leikur sér í ábyrgðarleysi að háleitum hugsjónum og skaðvænum skoðunum, hverjum innan um aðrar. Það er ekki furða, þótt menn geti orðið átta- villtir og viti ekki upp né niður í sjálfum sér.“10 Menn 19du aldar, segir Nordal, höfðu kjölfestu í trúarsetningum. Nútíma- menn eru hins vegar rótlausir og síleit- andi, frjálsir en öryggislausir. 2 Skilgreiningu Nordals má styðja mörgum dæmum úr bókmenntum tímans, verkum Jóhanns, Gunnars, Halldórs og Nordals sjálfs. Hetjur þeirra sveiflast oft milli löngunar til að sameinast ytri heimi og meðvitundar eða gruns um að þær séu ekki til þess fallnar. Orsökin er ýmist skortur á viljastyrk, djúpstæð sjálfshæðni ellegar markleysi þess sem stefnt er að, vitund um að heimurinn-sem-gildi er goð- sögn, pólitísk eða trúarleg lygi. Af þeim sökum lýkur tilraun þeirra yfirleitt með ósköpum, vitfirringu eða dauða; dæmin fjölmörg: Rung læknir, Sturla prestur, Grímur Elliðagrímur, Loftur, Halla, Úlf- ur, Álfur. Aðrar lifa af og þó ekki: Mörður, Steinn Elliði. Flestar þessar persónur pín- ast af þrá eða draumi um ómögulegt frelsi, einingu og frelsi í senn. Þær stjórnast af þrá sinni framan af, ósk eftir ást og/eða valdi, en kikna að lokum og gefast á vald neind eða óskapnaði. Þessar bókmenntir eru afsprengi þekk- ingar sem legið hafði í þagnargildi, þekk- ingar sem verið hafði bæld en þó til eins og ljóð Kristjáns Fjallaskálds sanna, þekkingar sem nú braust fram af fullu afli og varð ríkjandi í bókmenntalegri orð- 28 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.