Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 32
eresserar sig firir alt öðrum atburðum og hlutum en við (t. d. er hann mjög inter- esseraður firir því ef einhver konúngur gefur manni frakka eða hring.) Ég held ifirleitt að ekki sé hægt að læra að skrifa níja íslensku af gamalli íslensku. Það þarf eitthvað annað.“ Með öðrum orðum: Nauðsynlegt var að finna nýtt tungumál sem þynnti hvorki né bældi, tungumál sem lýst gæti hinu raunverulega: dýpstu sviðum mannlegrar reynslu. í grein um Vefarann mikla árið 1927 segist Halldór vera „að lýsa yfirgripsmiklu sálarlífi, þar sem grein er gerð fyrir sveiflum, sem leika alt milli engildóms og djöfulskap- ar.“13 Til þess þurfti hann tungumál sem miðlað gæti algerri huglægni, brjálsemi, bannfærðri reynslu. í tungumáli Vefarans felst og uppreisn gegn trénuðu táknkerfi, formúlubundnu máli, venslum og merk- ingum. í því er byltingargildi verksins ekki síst fólgið. Óskynsemin er ekki að- eins tema líkt og hjá Gunnari Gunnarssyni heldur inntak stíls og forms, inntak sem öðru fremur birtist í andrúminu, paþosi verksins, þeirri kennd upplausnar sem gegnsýrir ritháttinn allan. Stíllinn ein- kennist af stöðugum umbreytingum, þverstæðulist og háspenntum andstæð- um, óvæntum líkingum þar sem reynt er á þanþol tungunnar, ljóðrænum spreng- ingum. Hann hreyfist án reglu eða rök- vísi, síreynandi á eigin takmörk, ekki heildstæður og sjálfum sér samkvæmur eins og hjá Gunnari Gunnarssyni. I hon- um birtist okkur sundurslitið sjálf sem skortir festu og samsemd, ölvað og á valdi orða sem grafa án afláts undan sjálfum sér. Þetta jafnvægisleysi kemur einnig fram í formgerð Vefarans eins og nánar verður að vikið. Að því leyti er sagan gjörólík verkum Gunnars Gunnarssonar þótt viðfangsefnið sé hið sama: staða og stefna mannsins á okkar dögum. 3 Saga Steins Elliða líkist við fyrstu sýn hefðbundinni þroskasögu: fjallað er um þróun söguhetju, sveiflu hennar á milli andstæðra sjónarmiða, þjáningu valsins, lokaákvörðun. Þroskasaga hans er þó óvenjuleg um margt. Það sést glöggt sé Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar tekin til samanburðar. Hún lýsir þroska ein- staklings frá fyrstu bemsku til fullorðins- ára, baráttu hans við sjálfan sig, samfé- lagið og heiminn, baráttu sem leiðir til hungurs, aðskilnaðar og örvæntingar en lýkur með aðlögun og samræmi. Sögu- hetja Fjallkirkjunnar ræður fram úr vandamálum sínum, verður að heilli manneskju og hluti af samfélaginu, sætt- ist við heiminn. Því er á annan veg farið í Vefaranum sem lýsir ósátt og aðskilnaði, rofinni vitund, örlögum einstaklings sem sækist eftir fullveldi og frelsi en mistekst. Sagan hefst þegar Steinn Elliði er á 19da ári og spannar fáein ár í lífi hans. Þegar í upphafi er ljóst að hann er tví- brotinn persónuleiki, í svip hans togast á andstæðar kenndir. Hugsanalíf hans ein- kennist einnig af misræmi og mótstæðum sjónarmiðum; hann togast á milli hins guðlega og jarðneska, andlega og líkam- lega, andstæðna sem virðast óleysanlegar því að það sem sál hans gimist brýtur í bága við það sem holdið heimtar. Tví- hyggjan tekur á sig margar myndir en undir niðri býr andhverfa erótískrar þrár ogfullkomnunarástríðu, þ.e. löngunar til að sameinast lífinu annars vegar og yfir- stíga það hins vegar. Þessi andhverfa 30 TMM 1990:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.