Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 33
myndar ákveðið kerfi í textanum sem ferðast með skautum án þess nokkru sinni að lokaniðurstaða fáist. Hún klýfur og sál Steins Elliða til róta, honum reynist um megn að sætta hinar andstæðu hneigðir, verða heill maður. Að því leyti er hann frábrugðinn hetjum hefðbundinna þroskasagna sem tekst venjulega að sam- ræma líf sitt og heim, laga sig að niður- stöðu. Steinn Elliði er hins vegar náskyldur Amaldi í Sölku Völku sem taka má til samanburðar. Amald dreymir í æsku um frumeiningu, móður í suðri, veruleika handan þorpsins. Þessi þrá breytist síðar í pólitískt starf sem einnig er reist á draumi, ósk út fyrir hið vemlega, hugarsjón sem bliknar smám saman og eyðist í amstri daganna. Vönt- unarkennd Amalds finnur sér þá ný tak- mörk: fyrst ást Sölku og síðan landið fyrirheitna í vestri, konuna þar. Allt þetta ferli er byggt á skorti eða öllu heldur ósk sem myndbreytist en er þó einlægt söm, ósk sem í eðli sínu er erótísk tilraun til að leysa upp andstæðu sjálfs og umheims. Athafnir Amalds eiga sér með öðrum orð- um upphaf á hinu sálræna/erótíska sviði. Saga hans lýsir öðru fremur ástríðuharm- leik, örlögbundinni þrá okkar allra, lífs- skilyrðum en ekki skaplesti eða siðferðis- bresti. Hann er nútímamaður samkvæmt skilgreiningu höfundarins: sjálf sem hef- ur tapað sér, sjálf án jafnvægis eða varan- leika, knúið áfram af órólegu afli. „Maðurinn er það augnablik sem hann lifir og breytist í,“14 segir Arnaldur við Sölku. Hann getur ekki ábyrgst neitt til lengdar því að kjörin eru slík: kenndin í gær er önnur í dag og maðurinn breyttur; eða með orðum T. S. Eliots: at every meet- ing we are meeting a stranger,15 breyti- leiki lífsins er sannleikurinn. í Ijósi þessa verða þrætur um ósiðsemi Arnalds jafn kjánalegar og vangaveltur um hvort Hamlet hafi verið geðveikur eður ei. Hið erótíska skapar Steini Elliða örlög líkt og Amaldi. Hins vegar snýst þrá hans gegn sjálfri sér líkt og hjá Sölku: í af- neitun á hinu líkamlega og kynlífi. Astæðan er meðal annars sú að hann á „mellu“ fyrir móður líkt og Salka. Rofið við móðurlílcamann, hin hrollkennda upp- lifun, virðist í báðum tilvikum hafa tengt kyneðlið við hið viðbjóðslega, ósjálfráða, dýrslega. Sölku tekst að sigrast á þessari kennd og komast yfir skortinn, öðlast frelsi sem kynvera og manneskja. Steini Elliða auðnast það hins vegar ekki: við- bjóður og þrá togast alla tíð á í sálarlífi hans og þrýsta honum loks út á ystu nöf sjálfsmorðs þegar móðir hans deyr, síðan í móðurfaðm kirkjunnar. Vefarinn mikli er eins og „snjóskrímsli í laginu,“16 var eitt sinn sagt enda er text- inn fullur af eyðum, sundurleitur og ill- festanlegur. Undir það síðasta er þó eins og sagan sveigist að innra samræmi, lok- inni formgerð, fullnuðum hring: Steinn og Diljá finnast að nýju á Þingvöllum þar sem sagan hófst. Sagan virðist á leið inn í farveg hefðbundinnar þroskasögu þar sem andstæður faðmast. Svo fer þó ekki því að í lokakaflanum sprengir söguhöf- undur hina nýfengnu niðurstöðu í sundur: Steinn hverfur sjálfum sér og Diljá, dæm- ir sjálfan sig til þagnar og afneitar heim- inum, líkama sínum. Hjá honum getur erótísk ást ekki komið í stað hinnar fyrstu upplifunar. Af þeim sökum afmáir hann í raun sjálf sitt, fremur sjálfs-morð. í loka- kaflanum er rofið algert á milli táknanna tveggja, manns og guðdóms, þeirra TMM 1990:1 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.