Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 34
skauta sem sagan hefur sveiflast á milli
eða, með orðum höfundarins sjálfs:
„Lausn „Vefarans“ gefur enga von. Frum-
hugsun kristindómsins er með öllu ósam-
rýmileg frumhugsun jarðnesks lífs; —
það er upphaf og endir „Vefarans“.“17
Steinn Elliði lýtur engum málamiðlun-
um, ástríður hans eru hömlulausar, vilji
hans án meðalhófs. Að því leyti er hann
náskyldur persónum sem skrifaðar voru
um líkt leyti: Lofti, Merði, Höllu og séra
Sturlu. Allar leggja þær lífið í sölurnar
fyrir óskynsemi sína: þrána að yfirstíga
hið takmarkaða, hálfa og stundlega. Allar
beita þær lífið ofbeldi í krafti ástríðu eða
hugsjónar. Hugsun Steins Elliða verður
hins vegar ekki klófest í túlkun eins og
hinna. Heimspeki hans rennur okkur úr
höndum án afláts, snýst í móthverfu sína,
verður ekki fundin í fjöru. Rökræður hans
eru öðru fremur samtöl hans við sjálfan
sig, staðhæfingar sem afneitað er jafn-
óðum. Það er eins og margir menn tali í
Steini Elliða, hver þeirra með sitt sjónar-
mið, sitt andlit. Að þessu leyti var Vefar-
inn straumhvarfaverk á sínum tíma: hið
fyrsta þar sem upplausn hefðarinnar er
túlkuð á bókmenntalegan hátt. Halldór
slær að vísu vamagla í bréfi árið 1926 þar
sem hann segir „ . . . ég hef nfl. nílega
uppgötvað að heimspeki mín er undirsáti
paradoxalistar minnar, þ.e.a.s. — listar
minnar. Ég tala ekki sannleika nema við
Guð. Hinsvegar skrifa ég allskonar vit-
leisu sem lítur vel út á pappírnum.“18
Engu að síður er þverstæðulist Vefarans
annað og meira en galsafenginn leikur að
orðum. Hin ljóðræna óskynsemi lýsir
heimi sem misst hefur festu sína og stöð-
ugleika, og tengist upplausn hins hefð-
bundna sjónarhorns. I eldri skáldsögum
ríkti sjónarhom söguhöfundar yfir frá-
sögninni, raust hans yfirgnæfði aðrar
raddir; persónur voru ýmist skjólstæðing-
ar hans eða andstæðingar, líkastar streng-
brúðum og beittar ofbeldi, þvingaðar
undir einn sannleika. Þetta var söguháttur
sem speglaði formgerð menningarinnar. í
Vefaranum er engin tilraun gerð til að
sameina hin ólíku sjónarmið í eitt. Verkið
er vefur sjálfstæðra radda þar sem mörg-
um sannleikum eða sjónarmiðum er flétt-
að saman án þess að þeim sé ritstýrt í þágu
ákveðins boðskapar. Höfundurinn hefur
og sagt í blaðagrein: „Nútímamaðurinn
hefur hundraðogfimtíu lífskoðanir, en
eingin þeirra er hans eigin. Hans eigin
lífskoðun er hin eina sem hann ekki hef-
ur.“19 Orð Diljár, Albans, Ömólfs, Jófríð-
ar og Salvatore — orð þeirra um sjálf sig
og heiminn eru jafngild orðum söguhöf-
undar, ekkert eitt sjónarmið er hafið yfir
önnur; sögusamúð er ekki stjórnað líkt og
í eldri skáldsögum. Afleiðing þessa er
formgerð sem á sínum tíma var mikil nýj-
ung í íslenskum prósabókmenntum.
Halldór hefur sjálfur sagt að Vefarinn sé
„tilraun margskonar forms“ þar sem raun-
sæisaðferð og súrrealismi fari saman. í
verkinu megi einnig finnaheimspekilegar
ritgerðir, fjórar smásögur, „nokkrar
bamasögur, ljóðmæli, þýðingartilraunir á
bundnu og óbundnu máli, kristilega dul-
speki í bænabókarstíl löguðum eftir Imit-
asjóninni, drög í hómilíustíl og heilagra
manna sögu, auk nokkurra fleiri bók-
menntalegra æfínga.“20 Sundurleitnin ein
fól í sér róttækt uppgjör við hefðina, hug-
myndir hennar um listræna einingu. Hitt
er þó mikilvægara að Vefarinn er marg-
radda 5,pólyfónískt verk. Þetta hugtak var
upphaflega notað af rússneska bók-
32
TMM 1990:1