Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 34
skauta sem sagan hefur sveiflast á milli eða, með orðum höfundarins sjálfs: „Lausn „Vefarans“ gefur enga von. Frum- hugsun kristindómsins er með öllu ósam- rýmileg frumhugsun jarðnesks lífs; — það er upphaf og endir „Vefarans“.“17 Steinn Elliði lýtur engum málamiðlun- um, ástríður hans eru hömlulausar, vilji hans án meðalhófs. Að því leyti er hann náskyldur persónum sem skrifaðar voru um líkt leyti: Lofti, Merði, Höllu og séra Sturlu. Allar leggja þær lífið í sölurnar fyrir óskynsemi sína: þrána að yfirstíga hið takmarkaða, hálfa og stundlega. Allar beita þær lífið ofbeldi í krafti ástríðu eða hugsjónar. Hugsun Steins Elliða verður hins vegar ekki klófest í túlkun eins og hinna. Heimspeki hans rennur okkur úr höndum án afláts, snýst í móthverfu sína, verður ekki fundin í fjöru. Rökræður hans eru öðru fremur samtöl hans við sjálfan sig, staðhæfingar sem afneitað er jafn- óðum. Það er eins og margir menn tali í Steini Elliða, hver þeirra með sitt sjónar- mið, sitt andlit. Að þessu leyti var Vefar- inn straumhvarfaverk á sínum tíma: hið fyrsta þar sem upplausn hefðarinnar er túlkuð á bókmenntalegan hátt. Halldór slær að vísu vamagla í bréfi árið 1926 þar sem hann segir „ . . . ég hef nfl. nílega uppgötvað að heimspeki mín er undirsáti paradoxalistar minnar, þ.e.a.s. — listar minnar. Ég tala ekki sannleika nema við Guð. Hinsvegar skrifa ég allskonar vit- leisu sem lítur vel út á pappírnum.“18 Engu að síður er þverstæðulist Vefarans annað og meira en galsafenginn leikur að orðum. Hin ljóðræna óskynsemi lýsir heimi sem misst hefur festu sína og stöð- ugleika, og tengist upplausn hins hefð- bundna sjónarhorns. I eldri skáldsögum ríkti sjónarhom söguhöfundar yfir frá- sögninni, raust hans yfirgnæfði aðrar raddir; persónur voru ýmist skjólstæðing- ar hans eða andstæðingar, líkastar streng- brúðum og beittar ofbeldi, þvingaðar undir einn sannleika. Þetta var söguháttur sem speglaði formgerð menningarinnar. í Vefaranum er engin tilraun gerð til að sameina hin ólíku sjónarmið í eitt. Verkið er vefur sjálfstæðra radda þar sem mörg- um sannleikum eða sjónarmiðum er flétt- að saman án þess að þeim sé ritstýrt í þágu ákveðins boðskapar. Höfundurinn hefur og sagt í blaðagrein: „Nútímamaðurinn hefur hundraðogfimtíu lífskoðanir, en eingin þeirra er hans eigin. Hans eigin lífskoðun er hin eina sem hann ekki hef- ur.“19 Orð Diljár, Albans, Ömólfs, Jófríð- ar og Salvatore — orð þeirra um sjálf sig og heiminn eru jafngild orðum söguhöf- undar, ekkert eitt sjónarmið er hafið yfir önnur; sögusamúð er ekki stjórnað líkt og í eldri skáldsögum. Afleiðing þessa er formgerð sem á sínum tíma var mikil nýj- ung í íslenskum prósabókmenntum. Halldór hefur sjálfur sagt að Vefarinn sé „tilraun margskonar forms“ þar sem raun- sæisaðferð og súrrealismi fari saman. í verkinu megi einnig finnaheimspekilegar ritgerðir, fjórar smásögur, „nokkrar bamasögur, ljóðmæli, þýðingartilraunir á bundnu og óbundnu máli, kristilega dul- speki í bænabókarstíl löguðum eftir Imit- asjóninni, drög í hómilíustíl og heilagra manna sögu, auk nokkurra fleiri bók- menntalegra æfínga.“20 Sundurleitnin ein fól í sér róttækt uppgjör við hefðina, hug- myndir hennar um listræna einingu. Hitt er þó mikilvægara að Vefarinn er marg- radda 5,pólyfónískt verk. Þetta hugtak var upphaflega notað af rússneska bók- 32 TMM 1990:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.