Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 76
Síðasta áratuginn hefur
íslensk skáldsagnagerð
staðið með blóma sem ekkert
lát virðist á . . .
Samtfinnst manni skorta
fjölbreytni í efnistökum . . .
hafa jafn margar frambærilegar skáldsög-
ur komið út á ári og nú hefur gerst fyrir
hver jól þennan áratug. Þetta á sér ein-
faldlega þá skýringu að fleira fólk sinnir
skáldskap vakið og sofið en áður hefur
verið og Launasjóður gerir því kleift að
helga sig skriftum, hluta ársins að minnsta
kosti. Og hjá atvinnurithöfundum verða
efnistök öll festulegri en hjá áhugamönn-
um, með einhverjum undantekningum
auðvitað, skrifin verða markvissari og
meðvitaðri, sögumar þéttari.
Samt finnst manni skorta fjölbreytni í
efnistökum, hvað sem líður fjölbreytninni
í ógæfu hinna óhamingjusömu fjöl-
skyldna; einhvem veginn hefur maður á
tilfinningunni að íslenskum skáldsögum
svipi um of saman — með einhverjum
undantekningum auðvitað. Þetta er til-
finning, þetta er huglægt mat.
íslenskar skáldsögur er alltaf tvöhundr-
uð og eitthvað blaðsíður. Þær eru þar af
leiðandi þröngar. Persónugallerí er fá-
breytt og takmarkað, sögutími oft stuttur,
og sé hann lengri er honum þjappað mjög
saman í innri tíma, honum er þá safnað
saman í einn brennidepil frásagnar svo
manni á að finnast allt vera að gerast í
senn, allur tími sé nútími, allt gerist aftur,
tíminn sé hringur, spírall eða bara hringl.
Umhverfi er rækilega afmarkað og sjald-
an lýst með meiri tilþrifum en táknlegur
tilgangur útheimtir. Stíllinn er andstuttur,
fullur af líkingum sem eiga að afgreiða
málin í frásagnarþrengslunum, lifandi
samræður fáséðar, gamansemi talin til
þess fallin að drepa málum á dreif. Hann
er fábreyttur, fagurfræðin kveður á um
einn stíl alla bókina í gegn, það er ekki
algengt að rekast á gönuhlaup og spuna
höfundar að skemmta sér yfir íþrótt sinni.
Andrúmsloft bókanna verður einhæft.
Það verður þröngt. Nútíð er vinsælust tíða
og notuð til þess að ná sannfærandi hug-
renningablæ, en fyrir vikið verður rennsli
frásagnarinnar erfiðara, lesandi fær ekki
á tilfinninguna að verið sé að segja honum
sögu heldur fái hann að skyggnast inn í
heilabú. Nútíðin er í skáldskap almennt
sjaldan notuð til að segja sögur, nema
þegar gripið er til „praesens historicum“
sem er eitt vinsælasta stílbragð íslenskrar
munnlegrar frásagnarlistar („segi ég . . .
heldurðu að maðurinn fari þá ekki bara af
stað ...“), þegar auka skal spennu í miðri
frásögn. Sjónarhom er í þessum skáld-
sögum einatt takmarkað við fyrstu eða
þriðju persónu og hugrenningastílnum
fylgir þrálát tilhneiging til slitróttrar setn-
ingagerðar með tilheyrandi uppnámi
setningahluta, frumlags eða umsagnar
(Tilbúið dæmi: „Sit við dúklagt borðið.
Hugsa. Hann ekki kominn. Beðið
lengi.“).
Þetta er vissulega vænleg aðferð við að
koma til skila sögum af einkennilegu
fólki, gefur kost á að deyfa mörk veru og
heilaspuna og um leið þeirri heimspeki að
þau mörk séu óljós. Hún styrkir kennd
lesanda um örlög, þjóðfélagsleg, kyn-
bundin eða yfirskilvitleg, áskapað hlut-
skipti; hún gefur kost á að binda verkið
74
TMM 1990:1