Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 88
heim epískri umfjöllun eftir öllum kúnstar- innar reglum en fræðilegum andmælum: „Kveð þú gyðja, um hina fársfullu heiftar- reiði Gísla Sigurðssonar . . .“. En til slíks sagnasöngs eru aðrir vafalaust hæfari en ég. Á þessu öllu er samt önnur hlið, sem tengist því sem einhvem tíma hefur verið nefnt „heilsurækt fræðanna“ og felst í því að gaumgæfa hver sé grundvöllur hverrar kenningar, hvort henni sé beitt á réttan hátt og þar sem hún kunni að eiga við og hvort rétt sé farið með fræðihugtök. Þessi hlið málsins hefur að mínum dómi víðtækara gildi en deiluefnið sjálft, sem sé skýringar Gísla við eddukvæðin tvö og athugasemdir mínar við þær, og er það hennar vegna að ég sting nú niður kúlupenna til að bæta við nokkrum athugasemdum í fábreyttu prósa.2 Stuttur ritdómur, þar sem margt þurfti að nefna, var vitanlega ekki rétti vettvangurinn til að fjalla um þær kenningar sem Gísli „gekk út frá“ í útgáfu sinni (en án þess þó að geta þess beint og án þess jafnvel að nefna viðeigandi fræðirit í heimildaskrá sinni), enda tók ég ýmis atriði þeirra fyrir annars staðar. ’ En lítum nú á kjarna máls- ins. Við rannsóknir sínar komust Parry og Lord að þeirri niðurstöðu að serbókróatísku kvæðamennimir spynnu söguljóðin upp um leið og þeir flyttu þau: hefðu þeir einhvern söguþráð í huga, en síðan rektu þeir kvæðið áfram línu fyrir línu með því að nota fastar formúlur af ýmsu tagi, bæði ákveðin orða- sambönd sem fylltu upp í hálfar og heilar ljóðlínur eða meira og mynstur þar sem hægt var að skipta um einstök orð, og með því að styðjast við lagboða, undirleik og hljóðfall þannig að hver lína fengi nokkurn veginn rétta lögun. Af þessu leiddi að rangt væri að ímynda sér einhverja „uppruna- lega“ gerð söguljóðs, sem kvæðamennirnir lærðu meira eða minna utanað og breyttu síðan eða „afbökuðu“: væri söguljóðið „endurskapað“ í hvert skipti sem það væri flutt og mótaðist þá meðal annars af áheyr- endum, viðbrögðum þeirra, aðstæðum við flutninginn og slíku, þannig að við það myndaðist í rauninni sjálfstætt verk. I fræðideilum alls konar fá röksemdir og alhæfingar sem byggðar eru á slíkum kenn- ingum ekki síst slagkraft sinn af því að þeir munu færri sem vita ýkja mikið um grund- völlinn, í þessu dæmi kvæðamennsku á Balkanskaga, og geta sagt nokkuð af eða á um slík vísindi. En hægt er að láta það liggja milli hluta í bili hvort kenningin geri rétta og nægilega grein fyrir ljóðatækni serbn- esku sagnasöngvaranna og kvæðum þeirra. Aðalatriðið er nefnilega hitt, að því er hald- ið fram, að ofangreindar niðurstöður Parrys og Lords hafi almennt gildi, þær eigi við um „munnlega kvæðahefð“, eða „munnlega menningu“ svo notað sé orðalag Gísla, hvar og hvenær í heiminum sem er, og þá líka um eddukvæðin norrænu. Þannig sé lögmætt að ganga út frá þeim til að útskýra þá skáld- skapargrein í heild, svo og einstök atriði í kvæðunum sjálfum, eins og Gísli gerir. Þess vegna verður að byrja á að athuga þann grundvöll sem slíkar fullyrðingar byggjast á, þ.e.a.s. rök „munnlegu kenningarinnar“ sem slíkrar, því á þeim grundvelli hvílir allt framhaldið, ekki aðeins það hvort beita megi niðurstöðum rannsókna Parrys og Lords meðal Suður-Slafa á 20. öld til að bregða ljósi á kveðskap sem er ekki lengur í seilingarfjarlægð manna með hljóðnema í hendi, heldur jafnvel hitt líka að hve miklu leyti það geti yfirleitt verið réttmætt að leggja á þennan hátt að jöfnu fyrirbæri ólíkra menningarheima, alhæfa út frá að- stæðum á einum stað og tíma og tala um eitthvað sem heiti „munnleg menning“ yfir- leitt. Mætti segja með nokkrum rétti að það sé eitt af lykilvandamálum aðferðafræða nútímans. En með þessum grundvelli standa einnig eða falla þær rannsóknarað- ferðir sem Gísli boðar. Um þær forsendur sem „munnlega kenn- ingin“ byggist á er ekki mikið að finna í 86 TMM 1990:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.