Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 94
hvort tilbrigði í kvæðunum stafi eingöngu
af impróvisasjónum kvæðamannanna eða
hvort þau kunni að hlíta einhverjum öðrum
lögmálum líka.
Um þetta væri sjálfsagt hægt að segja
margt, og einnig önnur atriði sem snerta
skáldskaparlistina — t.d. hvort það hafi
ekki haft áhrif á kvæðamennina, tækni
þeirra og kveðskap, að einnig var til í land-
inu skrifleg hefð og því hætt við að munn-
legu kvæðin yrðu að einhvers konar „annars
flokks“ sköpunarstarfi í þjóðfélaginu (enda
segir Lord að einu atvinnumennimir í þess-
ari grein hafi verið betlarar). En þetta tekur
Lord heldur ekki til athugunar.
Þau fræði sem Lord byggir kenningu sína
á virðast því heldur gloppótt og ótraust:
lýsing hans á kvæðamennsku Suður-Slafa
er þessleg að fallvalt er að álykta mikið út
frá henni og er reyndar oft á tíðum erfitt að
verjast þeirri hugsun að efnisval og -með-
ferð í bók hans miðist fyrst og fremst við að
sanna fyrfram gerða kenningu og hann ein-
faldi mörg atriði (eða leiði þau hjá sér) til
að geta komið með alhæfingar sem annars
væru vafasamar. En þótt tilgáta Lords sé á
veikum rökum reist, stendur hún samt ekki
sem slík — sem einhvers konar leiðsögu-
tilgáta og umræðugrundvöllur þrátt fyrir
allt? Geta leikmenn vefengt hana frekar eða
sagt yfirleitt nokkuð meira um þessi fræði?
Þrátt fyrir getgátur og hæpnar fullyrðingar
má finna í riti Lords ýmis skýr atriði og vill
svo skoplega til að þau ganga í berhögg við
kenningu hans.6 Er þá fyrst að telja, að
þegar Parry eða aðstoðarmenn hans spurðu
serbnesku kvæðamennina sjálfa um skáld-
skaparfræði þeirra, fullyrtu þeir að þeir
lærðu kvæði annarra utanað og syngju þau
eftir minni „orð fyrir orð og línu fyrir línu“,
þeir bættu engu við og gerðu engin mistök.
Þótt kvæðamenn viti að menn úr þeirra stétt
séu ekki alltaf nákvæmir tekur einn þeirra
fram að það sé ekki gott að breyta kvæðun-
um eða bæta við þau. Annar segir að hann
syngi kvæðin alltaf eins: „Ef ég lifði í tut-
tugu ár, myndi ég syngja sama kvæðið og
ég söng fyrir þig í gær nákvæmlega eins
eftir tuttugu ár, orð fyrir orð“ (sbr. bls. 21
og bls. 26-27). Þetta virðist nú nokkuð ótví-
rætt, en Lord vísar þessum afdráttarlausu
yfirlýsingum á bug með því að taka fram í
athugasemd (bls. 281), að „kvæðamaðurinn
meini þetta ekki,“, og hann fullyrðir einnig
(bls. 25), að kvæðamennirnir viti ekki hvað
sé „orð“ eða „lína“. Jafnvel þótt kenningin
væri hárrétt að öllu leyti, er þetta sérlega
álappaleg aðferð til að losa sig við það sem
virðast vera nokkuð sterk mótrök.
Til að varpa einhverju ljósi á þetta mál er
rétt að snúa sér að kvæðunum sem Lord
birtir bæði á frummálinu og í þýðingu, og
kemur þá sitthvað athyglisvert í ljós. Ef
kvæðin væru spunnin upp á nýtt í hverjum
flutningi, mætti búast við því að þau væru
óhemju mörg og fjölbreytt, því alltaf væru
að verða til ný og ný verk, en fyrir því
virðast samt vera nokkur takmörk: það eru
sem sé til ákveðin „föst“ kvæði, sem sagna-
söngvarar læra (að eigin sögn) hver af öðr-
um, og eru dæmi um að slík kvæði hafi
verið skrifuð upp þegar á 18. öld og verið
til í ýmsum gerðum allar götur síðan. Þau
kvæðabrot sem Lord tilfærir eru vitanlega
harla margbreytileg, og virðast hinar fjöl-
breyttu útgáfur sem til eru af „sama“ kvæð-
inu styrkja kenningu hans um impróvisa-
sjón út frá vissum söguþræði, enda eru
dæmin valin til að sýna slík tilbrigði í sögu-
ljóðum. En við samanburðinn kemur einnig
í ljós, að til eru skýr dæmi um að þegar sami
kvæðamaðurinn hefur flutt kvæði oftar en
einu sinni hafa langir kaflar í þeim gerðum
verið orðrétt eins „orð fyrir orð og línu fyrir
línu“. Þetta gerist ekki aðeins þegar sami
maður kveður sama söguljóðið með stuttu
millibili (bls. 58), heldur geta liðið 17 ár á
milli án þess að orðin haggist (bls. 69) —
alveg eins og kvæðamaðurinn sagði við
Parry og vitnað var í hér að ofan.
92
TMM 1990:1