Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 95
Það getur aldrei komið fyrir við hreina impróvisasjón, að heilir kaflar verði á þenn- an hátt nákvæmlega eins, og verður því ekki komist hjá því að álykta að meðal þessara kvæðamanna tíðkist einhvers konar orðrétt- ur lærdómur. Ekki er alveg ljóst í hverju hann er nákvæmlega fólginn né hvemig hann fer fram, en greinilegt er að kvæða- mennimir kunna ekki aðeins sögumar, eins og Lord leggur áherslu á, heldur geta þeir líka kunnað orðrétt heil kvæði eða kvæðis- hluta. Er engan veginn fáránlegt að ímynda sér að ýmis tilbrigði í þeim kvæðum sem til eru ýmsar gerðir af, t.d. langir innskots- kaflar, kunni að vera „ad libidum“ — þættir sem einnig hafa verið lærðir utan að og settir inn þegar henta þótti, fluttir milli kvæða og þess háttar. Gildir þetta ekki síst um þau tilbrigði sem hafa ákveðna merk- ingu, pólitíska eða aðra, einkum þær breyt- ingar á kvæðum eftir trúarbrögðum eða þjóðerni áheyrenda sem áður voru nefndar. Nú hlýtur það að teljast eðilegt, að maður geti skrifað niður það sem hann kann utan- að, ef hann er á annað borð skrifandi og hefur vald á ritlist, og því þarf vitanlega að leita skýringar á því hvers vegna kvæða- mönnum þeim sem Parry og Lord höfðu spumir af gekk svo illa að færa verk sín í letur og í þessu sambandi einnig hvers vegna þeim vafðist tunga um tönn þegar þeir voru beðnir að skilgreina orðin sem þeir sjálfir notuðu, „orð“ og „lína“. Þar sem bollaleggingar Lords um það hvemig sálar- lífi kvæðamannanna sé háttað eru ekki ann- að en tilgáta, sem virðist reyndar ekki gera góða grein fyrir því sem hún á að skýra, er fyllilega leyfilegt að koma með aðrar tilgát- ur. Það má t.d. auðveldlega ímynda sér, að erfiðleikamir hafi stafað af þeirri sérstöku stöðu sem serbnesku kvæðamennirnir voru í gagnvart lærðum bókmenntum og skrif- legri ljóðahefð: þótt þeir kynnu að draga til stafs hafi þeir verið búnir að venjast þeirri hugmynd að ritlistin tilheyrði hinni hefð- inni en þeirra umdæmi væri hins vegar á kránni frammi fyrir áheyrendum og þeirra kvæðamennska því á einhvern hátt blek- fælin. A sama hátt er það ekki óeðlilegt að alþýðumönnum kunni að bregðast bogalist- in og þeir færist undan þegar lærðir menn með apparöt fara að krefjast þess af þeim að þeir útskýri sín eigin orð (enda skiptir skil- greiningin á því hvað er nákvæmlega „orð“ og „lína“ engu máli í sambandi við það sem kvæðamennimir voru að segja, þegar þeir notuðu þessi hugtök). I þessum fræðum gleymist það stundum að afstaða „heim- ildarmanns“ og „spyrils“ (sem mótast líka af félagslegri stöðu „heimildarmannsins“ í sínu eigin samfélagi) hefur sín áhrif. Eftir þetta er erfitt að komast hjá þeirri niðurstöðu að serbneski grundvöllur „munnlegu kenningarinnar" sé haldlaus. Ég ætla þó ekki að segja að svo stöddu að kenning Lords um kvæðamennsku Suður- Slafa þurfi að vera röng í öllum atriðum, en að því er best verður séð er hún svo gloppótt og losaraleg og nær að svo takmörkuðu leyti yfir viðfangsefnið, að sú mynd sem hann dregur upp af tækni og impróvisasjón júgóslafnesku kvæðamannanna verður vafasöm og í besta falli endurspeglar hún ekki nema brot af raunveruleikanum. Það er því í meira lagi hæpið að alhæfa út frá henni, enda hefur komið í ljós að í alhæf- inguna hefur slæðst að minnsta kosti ein meinleg rökvilla, sem snertir einmitt kjama málsins, tvískiptinguna í „munnlega" og „skriflega" menningu. Þá fara rökin fyrir þeirri kenningu, að í „munnlegri menn- ingu“ yfirleitt læri skáld eða aðrir ekki kvæði utanað, að verða býsna léttvæg, og þarf því ekki að eyða löngu máli í að taka hana til athugunar: ef hægt er að sýna fram á dæmi þess að í einhverju samfélagi hafi skáld kunnað utanað sín eigin kvæði eða annarra og flutt þau þannig, án þess að ritlist hafi nokkuð komið við sögu, er „munnlega kenningin" fallin, að minnsta kosti í þeirri TMM 1990:1 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.